Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Hæhæ.

Hæ, hæ.

Ég hefði átt að æfa mig meira fyrir þennan fyrirlestur sem ég hélt í seinustu viku... þegar kom að mér að tala þá bara vissi ég ekki alveg hvernig ég ætti að hefja erindið svo auðvitað bitnaði það á höndunum.. hahahaha. En ég held fyrirlestur aftur núna á fimmtudaginn/föstudaginn svo ég verð betur undirbúin fyrir hann og minna ,,ligeglad" hehe.

Þeir frestuðu jólamarkaðinum um eina helgi svo við förum í staðinn næstu helgi, ég hlakka ekkert smá til því ég er komin í svolítið jólaskap! Við fórum að sjá þegar kveikt var á jólatrénu á ráðhústorginu og það var ekkert smá mikið skreytt þar í kring, mjög gaman að sjá, en það var bara hundleiðinlegt veður; rigning og rok!

Ég fór svo ekki í þetta afmælisboð hjá dönsku stelpunni; hinn meðleigjandinn ,,þurfti að vinna" (hvít lygi) svo ég sagði að það yrði örugglega skemmtilegast fyrir hana (dönsku stelpuna) að fara ein upp í sveitina til pabba síns í afmælið þar sem að hún átti von á nánastu fjölskyldu og það væri frekar vandró að geta ekki tekið þátt í umræðunum... ! Hún skildi mig mjög vel! Ég er mjög fegin að hafa ekki farið þar sem að hún var frá morgni til 10 um kvöldið! ;)

Ég þarf að fara að velja mér námskeið fyrir vorönn (fæ 10ECTS valeiningar, annaðhvort tveir 5 ECTS eininga kúrsar eða einn 10 ECTS einingar). Valið hjá mér stendur á milli tveggja kúrsa fyrir fyrri kvarter annarinnar, annar þeirra myndi koma sér mjög vel fyrir mig (um rannsóknaraðferðir og úrvinnslu gagna) en hinn er hrikalega spennandi (um sjávarspendýr) en myndi hins vegar ekki hjálpa mér mikið fyrir umhverfislíffræðina... er á báðum áttum hvorn kúrsinn ég eigi að velja!

Ég föndraði smá um seinustu helgi svo herbergið mitt er undirlagt jólasokkum og jólatrjám :D

Ég hlakka alveg hrikalega mikið til að koma heim :)

Jólakveðja,

Eva.

 


4 vikur!

Jæja, á morgun eru 4 vikur í að ég komi heim og það þýðir að það er bara rúmur mánuður í jólin!!!! :D

En það er mikið sem ég þarf að gera áður, það verður ekkert hangs hjá mér þangað til! :P

Ég er að fara að halda fyrirlestur á morgun og ég er orðin eitthvað svo "ligeglad" með svoleiðis stúss að ég er ekkert búin að æfa mig og ég held að ég æfi mig jafnvel ekkert! Bara reyna að bulla eitthvað.

Fékk seinni einkunnina í dag og fékk líka 7 fyrir það próf ..... ég bjóst samt við 10 (á danska skalanum, þrjár hæstu einkunnirnar eru 7, 10, 12). O, jæja, það er nóg að ná! En ég kem ekki til með að birta allar þær einkunnir sem ég fæ hérna á blogginu, bara áhugvert fyrir ykkur að vita svona fyrir fyrstu prófin sem ég tek hérna í DK.. hehe.**,

Um helgina ætla ég á jólamarkað með nokkrum Spánverjum og sjá þegar kveikt verður á jólatréi um kvöldið. Á sunnudaginn er ég að fara í afmælisboð til danska meðleigjandans sem verður haldið heima hjá pabba hennar uppí sveit hérna á Fjóni... það verður áhugavert þar sem að hún býður bara nánustu fjölskyldu og meðleigjendum sínum... engum fleiri vinum...!

Hmm, ég veit ekki alveg hvað fleira ég á að skrifa hérna... hehe.

Knús til ykkar í bili.

 

Eva.


5 vikur í heimför :D

Jæja, gat skeð, 10 dagar síðan ég bloggaði.. mér finnst eins og að það hafi verið í gær!!!

En prófið verður að öllum líkindum þann 12. janúar! (Flestir óskuðu eftir því að prófið yrði þann 27.janúar, en þá þurfti ein stelpa endilega að eyðileggja fyrir öllum hinum!).

Ég ætla að reyna að breyta flugmiðanum mínum aftur til Odense yfir til 10. janúar, í stað 2. janúar, svo ég verð viku lengur heima! :)

Annars er lítið annað að frétta!

Um daginn var mér boðið í mat til tékknesks pars (vá, erfitt í eignarfalli!), ásamt spánskri stelpu og slóveskri (?) stelpu (líka erfitt þágufall)! Maturinn var frekar framandi, en góður.... okkur var boðið upp á tékkneskan bjór og heimabruggað 100% alkóhól.. ég hélt að það hefði kviknað í vélindanu mínu...!

Svo datt ég á hjólinu eins og allir facebook-istar vita... svo hefur skólinn bara átt hug minn allan. Alltaf nóg af skýrslum sem þarf að skila.. það vantar aldrei!

Ég hlakka alveg rosalega til að koma heim um jólin, það verður bara afslöppun fyrir áramót með fjölskyldu og vinum, enginn lærdómur fyrr en eftir áramót!

5 vikur í að ég komi heim :D :D :D

Knús til ykkar allra í bili!

Er að fara í mat til spænskrar stelpu sem bauð líka dönskum strák.... það verður eitthvað vandró... meira um það seinna!

Kv., Eva.


Halló!

Hæ hæ!

Til hamingju með afmælið elsku mamma! Heart

Það eru svo mörg nóvember-börn! Valur 1., Sigrún 5., austurrísk vinkona mín 7. og nú mamma 10.!!!  Leiðinlegt að missa af öllum þessum kökum.... ég meina afmælum sko hoho.

Í dag var svolítið skrýtinn dagur. Ég ákvað að fara á tattú/götunar stofu og fá mér fleiri göt í eyrnarsnepilinn. Það var sársaukafullt... og frekar ógeðfellt hljóð sem fylgdi þegar nálin var sett í gegn. En stofan lúkkaði vel, nálarnar nýjar og allt sterílerað!

Annars er mikið að gera í skólanum. Tvær skýrslur sem ég þarf að skila á mánudag. Svo var kennarinn í vatnavistfræði að stinga upp á því að færa janúarprófið til desembers, en þá gæti ég þess vegna verið allan janúar heima á Íslandi. Sjáum til hvað verður, vona að ákvörðunin verði tekin fljótlega.

Mér líst ágætlega á nýju fögin enn sem komið er. Vona að þau verði jafnskemmtileg út önnina, en það verður mjög mikil verkefnavinna þar sem að þessir tveir kúrsar eru próflausir.

Annars er lítið að frétta.. nema að ég fór á H.C. Andersen safnið um daginn. Þegar ég kom á safnið var ég með stjörnur í augunum við að sjá allt þetta áhugaverða dót og dúkkur úr ævintýrunum hans, en þegar ég ætlaði að borga sagði konan að þessi deild væri einungis fyrir krakka. Ég þyrfti að fara hinum megin. Ég fór í þá deild en það voru mikil vonbrigði, en safnið var algjörlega tileinkað persónulegu lífi hans en lítið sem ekkert minnst á ævintýrin!O jæja.

En ég þarf að fara að lúlla! :)
Þangað til seinna,

Eva.


Farin að setja rauðbeður á brauðið...

Hæ,hæ.

Seinasta prófið mitt var í gær, í eiturefnavistfræði. Ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega. Danirnir eru með öðruvísi kerfi en við þegar kemur að prófum. T.d byrjaði prófið í gær klukkan 9 (um morguninn) en stofunni var lokað korter í níu, svo maður þurfti að vera mættur mjög tímalega. Þetta var skriflegt próf svo við fengum prófarkir, og hver örk var í fjór-riti! Fyrsta blaðið var hvítt (frumrit), og þegar maður skrifaði á það þá afritaðist á fjögur blöð fyrir aftan; eitt gult, eitt rautt og eitt blátt! Maður gat fengið eins mikið af þessum örkum og maður vildi, en ég þurfti að skrifa blaðsíðutöl á arkirnar. Svo þegar ég hafði lokið við prófið þá þurfti ég að stafla saman blöðum eftir lit og setja í sérstakar arkir. Eitt umslag fór til kennarans, annað til prófdómara og ég held það þriðja til skólans, en það fjórða fékk maður sjálfur að eiga og taka með heim! Mér fannst það skrýtið að geta tekið afrit af því sem ég skrifaði í prófinu með mér heim!

Ég naut þess að sofa út í morgun... en það skrýtna var að þegar ég vaknaði fannst mér í smástund ég vera heima á Íslandi! En svo fattaði ég að ég var ekki heima og ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum...hehe.

Ég fór niður í bæ í dag til þess að stofna danskan bankareikning. Ég kemst ekki lengur upp með að hafa ekki reikning hérna þar sem að það er mun auðveldara og ódýrara að geta borgað leiguna á netinu og svo er frekar dýrt að taka út pening í hraðbanka af íslenska kortinu. Svo... ég lét verða af því í dag, en það kostar því miður 7.000 ísl.kr að stofna reikning :/

Svo kíkti ég að gamni í Magasin, sem var við hliðina á bankanum, og vá hvað það er allt dýrt þar, ég var fljót að fara út aftur haha. 

Ég var með svaka plön um helgina að vinna í grein og laga skýrslu og undirbúa mig fyrir næstu skólaviku..... en ég er ennþá svo þreytt eftir vikuna að ég held að ég slappi bara af.... ég held að ég eigi það líka skilið :)))


Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband