Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2011

Round two... fight!

Hæ, hæ.

Jæja, þá er ég búin með helminginn af prófunum.. sem sagt eitt af tveimur, hehe.

Var í munnlegu tölfræðiprófi í morgun. Var alveg hrikalega stressuð fyrir það. Munnlega prófið átti sem sagt að fjalla um skýrslu sem ég og tvær aðrar stelpur gerðum, ásamt almennum spurningum út í námsefnið. Það átti að taka 20 min á hvern nemanda auk 10 mínútna þar sem kennarinn og prófdómarinn koma sér saman um einkunn. Fyrst inn var önnur af stelpunum sem skrifaði skýrsluna með okkur. Hún er mjög góð í tölfræði og hefur tekið marga kúrsa í því í heimalandinu sínu. Svo beið ég og beið og svo eftir 45 min (korteri lengur en ætlað var, ég var auðvitað orðin enn stressaðari útaf því)  kom hún svo loks út og beið eftir einkunn. Þegar ég átti að fara inn þá heyrði ég þegar hann tilkynnti einkunnina. Hún fékk 02 í einkunn!!! Ég fékk sjokk. Einkunnaskalinn hérna er frekar skrýtinn, maður getur fengið -03, 00, 02, 4, 7, 10 og 12.  Maður fellur ef maður fær -03 eða 00. En 02 og allt fyrir ofan þýðir að maður hafi náð. Þið getið ímyndað ykkur hvaða áhrif það hafi haft á mig að hún hafi fengið svo lága einkunn og hún átti að heita góð í tölfræði. Mig grunar að það sem hafi orðið henni að (næstum) falli, er að enskan hennar er ekki upp á marga fiska og hún talar mjög hægt, en hún náði allavega.

Svo kom ég inn og þeim (kennaranum og prófdómaranum) fannst merkilegt að ég væri frá Íslandi. Þeir spurðu hvort ég vildi frekar tala á dönsku en ég sagði pent ,,nei, því ég kynni ekki nein tölfræðihugtök á dönsku" (sem var reyndar eins og þið vitið ekki eina ástæða þess að ég vildi ekki að prófið færi fram á dönsku....hehe). Ég var mjög stressuð og þegar ég er stressuð þá tala ég mikið og flissa. Prófdómarinn byrjaði á því að segja að hann hefði haldið matarboð í gær fyrir Íslending sem heitir ,,Gúdlaugúr" og ég sagði strax:,, hahahah do you mean Guðlaugur?" og ég var svo sniðug að segja það svona með þessu kommenti mínu því hann varð pínu pirrípú.  Jæja, svo hélt prófið áfram. Ég var beðin um að segja í stuttu máli frá skýrslunni. Ég gerði það og svo spurðu þeir mig spurninga (mjög erfiðar) og ég svaraði eftir bestu getu. Svo í lokin spurðu þeir hvort ég vildi bæta eitthverju við. Ég spurði þá einnar spurningar, um hvort módelið hefði ef til vill verið betra svona eða svona. Þá svöruðu þeir sitthvorum hlutnum og þeir urðu ósammála sem var frekar vandræðalegt fyrir mig. Þeir fóru þá að ræða um það sín á milli og ég missti einbeitinguna á þeim tímapunkti, kinkaði kolli og hugsaði bara um skútur. En svo sögðu þeir mér að fara afsíðis og bíða á meðan þeir ræddu um einkunnina mína. Svo komu þeir út og sögðu; ,,Your grade is seven". Og ég horfði bara á þá hikandi og spurði hvort það væri gott (ég kann ekki almennilega á þetta einkunnakerfi ennþá). Þá sögðu þeir já og óskuðu mér til hamingju! Ég var samt ennþá eitthvað utan við mig og sagði bara ,,ókei bæ". Gleymdi að taka í hendina á þeim (sýndist þeir báðir horfa á hendina mína og ætluðu að seilast eftir að taka í hendina á mér) en ég strunsaði bara burt hahaha.

Þegar ég kom heim spurði danski meðleigjandinn mig hvað ég hefði fengið í einkunn. Og ég sagði ,,bara sjö :/" og þá sagði hún: ,, vá til hamingju!!" og svaraði bara ,,ó", ég varð hissa.. en ætli ég geti þá ekki bara verið ánægð með sjö hahah. Núna eftir að ég kom heim kíkti ég í ,,student guide" og fyrir einkunnina 7 stendur þetta: For a good perfomance, displaying good command of the relevant material but also some weaknesses", common, þetta var munnlegt tölfræðipróf!!! hahahah :D En með skýrslunni fékk ég lokaeinkunnina 10, sem er næst hæsta einkunninn, úje!!!!

Jæja, þá er það bara næsta próf..... á fimmtudag. Ég nenni ekki að lesa fyrir það.. það er svo mikið efni og mikil efnafræði. O jæja, það kemur bara í ljós hvort ég byrji að lesa í dag hihihi (ég er með svefngalsa).

 

Kv., Eva.

 


Komin aftur til Odense.

Jæja, þá er maður kominn aftur til Odense! Reyndar seinasta mánudag....rosalega er tíminn fljótur að líða!

Ferðalagið hingað gekk vel, ótrúlegt en satt! Engin seinkun og vagninn með sætinu mínu var í lestinni sem ég átti miða með!

Í dag vaknaði ég snemma til að þrífa sameignina og þvo. Svo núna þarf ég að fara að lesa undir próf þar sem ég fer í tvö lokapróf í næstu viku.
Ég á samt alveg hrikalega erfitt með að fá mig til að lesa undir próf...... sjálfsaginn í lágmarki!
Svo í þarnæstu viku byrja nýir kúrsar. Ég hlakka til að sjá hvernig þeir verða.

Það er líka frekar erfitt að einbeita sér við lesturinn þegar dönsku krakkarnir sem búa í ,,blokkinni" minni eru í garðinum fyrir framan herbergisgluggann minn og eru með læti, þau eru að taka þátt í drykkjukeppni... og klukkan er bara tvö að degi til!!! Ég ætla örugglega í skólann á morgun að reyna að læra!

Annars er lítið annað að frétta af mér. Pínu erfitt að þurfa að koma aftur hingað og vera ekki heima... er strax farin að telja niður dagana í jólin!

Bið að heilsa.

Eva.


Komin heim :)

Jæja, þá er maður kominn heim :) Ferðalagið gekk ekki alveg eins vel og ég hafði vonað..... vagninn minn kom ekki sem ég var búin að panta sæti í (í lestinni) svo ég þurfti að standa alla lestarferðina. Svo var fluginu seinkað um 3 tíma og ég lenti í ókyrrð og þrumum og eldingum þegar við áttum að lenda... á Íslandi!!! Ég er rosalega óheillakráka þegar kemur að ferðalögum... haha.

En það er æðislegt að vera komin heim í nokkra daga. Svo gaman að hitta fjölskyldu og vini :) :)

Ég verð samt að skipuleggja dagana vel, þarf að læra ásamt því að reyna að hitta sem flesta og sem oftast :)

Þangað til seinna,

Kv., Eva.


Halløjsa!

Hæ, hæ.

Ferðin í gær til Svendborg var æðisleg!

Við tókum lest frá Odense til Svendborg (um 40 min).
Þá leigðum við hjól (ég var sú eina skynsama með hjálm, með öðrum orðum ég var eini töffarinn!!!!) og hjóluðum til minni eyjar sem heitir ,,Tåsinge".
Það var gaman að hjóla, en brekkurnar voru margar og brattar og það var ekki alveg mín sérgrein að hjóla upp þessar brekkur....

Við skoðuðum kirkju og kastala í Tåsinge. Við fórum upp í kirkjuturninn og virtum fyrir okkur frábæru útsýni, alla leið til Þýskalands.

Svo hjóluðum við til baka til Svendborg. Svendborg er æðislega fallegur hafnarbær! Ég veit ekki hvort að sjávarloftið hafði þau áhrif á mig (sem ég sakna að heiman) en ég varð ástfangin af þessum litla og krúttlega bæ. Svo hljóðlátur og friðsæll, með fallegum litlum litríkum húsum (þó að það hafi verið laugardagur, þegar flestir slappa af, var bærinn extra hljóðlátur). Svendborg er annars þekkt fyrir að vera mikill skipasmíða-bær!

Við fengum okkur svo að borða á hlaðborði í Svendborg. Það var ekta týpískur danskur matur, rauðbeður og flödeskum með öllu..! hehe.

Set inn þrjár myndir með færslunni. (P.s. setti inn fullt af myndum inn á facebook!).

Jæja, nú þarf maður að fara að læra... eða svona einhvern tímann á næstunni helst... hóst. :)

Ééééég get ekki beðið eftir því að koma heim!!!!
Minna en vika þangað til!

Knús, Eva.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Panic room!!!!!

Ég er að fara yfir um af stressi.....

Ég var stressuð fyrir vegna verkefnaskila... en ég fékk í dag tvö email sem gerðu útslagið!
Andlegt ástand mitt þessa stundina er það alvarlegt að mér datt í hug að ,,létta á mér" hérna á blogginu... hehe.

Þið munið kannski að ég var að strita við að skrifa greinina um svefnrannsóknina áður en ég fór út, en vegna tímaskorts tókst mér ekki að klára hana. Í dag hafði ritstjóri tímaritsins samband við mig til að rukka mig um greinina....

Seinna emailið var ennþá verra!!!! Það var frá kennaranum í tölfræði sem sagði að í næstu viku verður okkur úthlutað heimapróf sem við þurfum að skila í þarnæstu viku (sem sagt þegar ég er heima á Íslandi!!) sem þýðir að ég verði að vinna í verkefninu meðan ég er heima..........

Auk þess eru skýrsluskil í næstu viku.... tvær stórar skýrsur takk fyrir!!!

Og hvað gerir mín til að takast á við þetta?
Jú.. hún fer í ferðalag á morgun með Erasmus til suður-Fjónar!!!

HA HA ha ha... ha...... sniff.

Edit:
Tölfræðifyrirlesturinn gekk ágætlega...... en það hefði verið ljúft ef stressið hefði ekki haft sín áhrif og alveg viku fyrir fyrirlesturinn.

Hmm....... ég er alltof stressuð vegna þessa skóla miðað við þessa færslu.... er ekki málið baaaaara að slá þessu upp í kæruleysi? :)


Erfiðir dagar framundan...

Hæ!

Það er lítið að frétta... sérstaklega núna þar sem lífið snýst um skólann þessa dagana!

Þessi og næsta vika verða ansi strembnar.... fullt af skilaverkefnum sem þarf að klára áður en ég kem heim (14. okt). Svo held ég fyrirlestur á fimmtudaginn... verð að viðurkenna að ég er frekar stressuð að fara að halda fyrsta fyrirlesturinn á ensku.. en sem betur fer er ég með tveimur öðrum í hóp...! :)

Ég verð örugglega alltaf allan daginn í skólanum næstu dagana og oft langt fram á kvöld! En örvæntið ekki... ég fer að öllum líkindum í ferðalag á laugardaginn með Erasmus til Svendborg (á suður-Fjóni). Svo ég mun vonandi eiga mér eitthvað líf fyrir utan skólann næstu vikurnar!! hehe.

Seinasta helgi fór öll í að ,,tölfræðast".... svo það var ekkert skemmtilegt gert... auk þess var það ,,mín helgi" að þrífa!!! vei!

Danska stelpan (meðleigjandinn) var að segja upp íbúðinni svo ég fæ nýjan meðleigjanda í janúar... krossa fingur að það verði einhver almennileg/ur.

Ég ætlaði að stofna danskan bankareikning um daginn en það kostar 8þús íslenskar að stofna bankareikning og þjónustufulltrúinn var ekki viss hvort ég gæti lagt inn á hann via íslenska heimabankann... svo ég þarf að finna út úr því!!!

Það er búið að vera of heitt fyrir minn smekk seinustu daga.... sérstaklega þegar maður hjólar alla daga í og úr skólanum og maður er sveittur eins og svín eftir það.. :Þ

En ég þarf að fara að lúlla... efast um að ég skrifi eitthvað af viti hérna þangað til næstu helgi eða hérumbil- nema að ég fái innblástur að bloggi í vikunni, t.d. til að segja frá e-u kjánapriki a la Eva hehe.

Hafið það gott!

Kveðja, Eva.


Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband