Leita í fréttum mbl.is

Komin aftur til Odense.

Jæja, þá er maður kominn aftur til Odense! Reyndar seinasta mánudag....rosalega er tíminn fljótur að líða!

Ferðalagið hingað gekk vel, ótrúlegt en satt! Engin seinkun og vagninn með sætinu mínu var í lestinni sem ég átti miða með!

Í dag vaknaði ég snemma til að þrífa sameignina og þvo. Svo núna þarf ég að fara að lesa undir próf þar sem ég fer í tvö lokapróf í næstu viku.
Ég á samt alveg hrikalega erfitt með að fá mig til að lesa undir próf...... sjálfsaginn í lágmarki!
Svo í þarnæstu viku byrja nýir kúrsar. Ég hlakka til að sjá hvernig þeir verða.

Það er líka frekar erfitt að einbeita sér við lesturinn þegar dönsku krakkarnir sem búa í ,,blokkinni" minni eru í garðinum fyrir framan herbergisgluggann minn og eru með læti, þau eru að taka þátt í drykkjukeppni... og klukkan er bara tvö að degi til!!! Ég ætla örugglega í skólann á morgun að reyna að læra!

Annars er lítið annað að frétta af mér. Pínu erfitt að þurfa að koma aftur hingað og vera ekki heima... er strax farin að telja niður dagana í jólin!

Bið að heilsa.

Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku Eva!

Gott að ferðalagið gekk vel og gaman að við skyldum ná að skíra á meðan þú varst hérna heima :) Vonast til að sjá þig á skype bráðum :)

Knúskveðjur frá okkur öllum!

Heiðrún (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 11:42

2 identicon

Velkomin "heim", heyrumst fljótlega á skype, gangi þér vel að læra fyrir prófin:)

Kveðja,

Elli (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 09:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband