Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2010

Komin heim!

Ferðalagið gekk mjög vel.

Það er gott að vera komin heim, þrátt fyrir kuldann og rokið... og myrkrið!

Það var samt skrýtið að sjá hvað allt hefur breyst... laufið farið og allt jóladótið komið út í gluggana.

Svefninn er enn í rugli... maður verður mjög þreyttur um 21 á kvöldin og svo vaknar maður alltaf fyrir klukkan níu á morgnana..!

Það komu allir að taka á móti okkur og leigð rúta fyrir allt fólkið...! Freyja var mjög þreytt þegar við komum, sem og við öll, en henni þótti gaman að sjá fjölskylduna aftur.

Tæp vika í jólin.. veivei.

Kv., Eva.


Leðurblökur og Gorillaz...

Hæ hæ.

Takk fyrir allar kveðjur. :)

Mig langaði að setja inn tvær myndir en það var ekki alveg að takast....set þær inn í staðinn á Facebook á eftir.

Þegar við fórum í matarboðið til vinafólks EKF að þá sagði vinur þeirra okkur frá leðublökum sem fljúga alltaf yfir í þúsundatali í ljósaskiptunum á ákveðnum stað rétt hjá þeim. Við fórum þangað og það var ótrúlegt að sjá það. Set inn eina mynd af þeim á FB!

Gorillaz tónleikarnir voru æðislegir! Þeir tóku öll lög sem ég var að vona að þeir tækju.. m.a. Feel Good Inc. :D Set inn eina mynd á FB!

Í dag var pínu strembinn dagur, pakka og svona.

Ein nótt eftir í íbúðinni hjá EKF!!! Svo hótel gistingar x 3.... vei! Ein í Melbourne, ein í Singapore og ein í London.

Jæja, langaði bara að koma þessu að... :)

Kv., Eva.


Seinasta vikan í Ástralíu.... :( / :)

Halló, halló!

Héðan er allt gott að frétta!

Það er skrýtið að hugsa til þess að í dag var seinasti miðvikudagurinn minn í Ástralíu.. allavega í bili!

Svo ég endurtaki mig enn einu sinni.. að þá hefur tíminn hérna liðið mjög hratt! Ég hlakka samt rosalega til að koma heim! Mig er aldeilis farið að lengja eftir jólastemningunni.. og kuldanum :) Það er búið að vera rosalega heitt undanfarið (30°C) og hrikalega heitt á nóttunni!

Mér finnst pínu nauðsynlegt að telja upp það sem ég er búin að gera seinustu daga.. gaman líka til að muna það seinna!

Seinasta laugardag fórum við á skandinavískan jólabasar. Það var frekar fyndið að sjá allt þetta evrópska/skandinavíska dót og alla Norðurlandafánana. Ég gat ekki annað en keypt mér rándýrar piparkökur.. bara til að fá smá jólabragð! Við vorum fjölmargir Íslendingar samankomnir þarna á basarnum!

Ég fór svo í Melbourne Aquarium á sunnudeginum. Það var rosalega gaman en ég sá þar keisaramörgæsir í fyrsta skipti með berum augum :) Svo kom óvæntur gestur í stóru fiskabúrin.. en það var sjálfur jólasveinninn sem gaf skötunum að borða ,,neðansjávar”. Það var dálítið kúl.

Í dag var kveðjupartý fyrir Freyju á leikskólanum. Hennar verður greinilega sárt saknað af starfsmönnum og samnemendum. Freyja sagði samt ekki alveg skilið við leikskólann en hún á þrjá daga eftir á leikskólanum.
Elli og Kristbjörg voru dugleg að pakka í dag. Þetta er rosaleg vinna að pakka heilli búslóð..... en þau voru það dugleg í dag að þau eru mjög langt komin, það er samt margt eftir að gera!

Það rigndi heil ósköp í dag! Alvöru útlanda-rigning! Við ætluðum niður í bæ þegar það byrjaði að rigna; risastórum dropum! Ég og Kristbjörg vorum svo heppnar að vera með regn-ponsjó með okkur. Við skelltum þeim upp og löbbuðum að næstu gatnamótum en stönsuðum þar undir skyggni þar sem tveir myndatökumenn frá sjónvarpsstöð voru að taka upp myndskeið af rigningunni... en það var það mikil rigning að það mynduðust litlar ár á vegunum! Við vorum ekkert alltof spenntar yfir því að það væri tekið myndband af okkur fyrir fréttirnar.. svo við hikuðum smá undir skyggninu. Þeir tóku eftir því og sögðust lofa að taka ekki myndskeið af okkur þegar við færum yfir götuna. Við fórum svo af stað, en þeir voru þá fljótir að taka upp myndavélarnar.. og viti menn... við sáumst í tvær sekúndur í fréttunum! Hraðlyginn myndatökumaður.. gerir og segir allt til að ná úrvals-myndefni...

Nú eru örfáir dagar eftir! Á morgun er okkur boðið í mat til vinafólks Ella og Kristbjargar.
Svo á laugardaginn erum við Kristbjörg að fara á Gorillaz tónleika! Ég hlakka til þess, en þeir munu samt spila lög af nýju plötunni sinni, sem ég hef reyndar lítið sem ekkert hlustað á. En það verður samt örugglega gaman.

Á mánudaginn þá skila Elli og Kristbjörg af sér íbúðinni og margt annað sem þarf að sjá um og gera. Seinna um daginn förum við á hótel nálægt flugvellinum, svo á þriðjudaginn leggjum við bara í hann heim!!!!!

Svo... ég hlakka til að koma heim.. og ég sé til hvort ég bloggi aftur áður en við förum heim :)
Bæ í bili.
Kv., Eva.


Jú tú?

Hæ, hæ.

Það er svakaleg rigning úti núna, en mjög heitt. Það heyrðist í nokkrum þrumum áðan..
Ég, Elli og Kristbjörg vorum að koma heim en við fórum í smá bæjarleiðangur í dag á meðan Freyja var í leikskólanum. Ætli það hafi ekki bara verið seinasti búðaleiðangurinn, hjá mér allavega. Við kíktum svo inn í Casino-ið sem er niðrí bæ, og ég prófaði spilakassa...(Elvar, JÚ, það telst með!!!). Kristbjörg veðjaði (er það ekki veðjaði í þátíð???) á afmælisdagana okkar í rúllettunni, en því miður ,vann húsið´. Þar á eftir kíktum við loksins, loksins á hið margumtalaða Lindt kaffihús og við over-dose-uðum af súkkulaði...= súkkulaðiátið mikla! Namm! :D

Tónleikarnir í gær voru ótrúlegir! Ég get eiginlega ekki lýst því hvað þeir voru flottir! Það voru 60.ooo áhorfendur! = Ca. 1/5 af íslensku þjóðinni, hehe. Þeir voru með gaaaasalega flott svið, sem þeir kölluðu geimskip... þeir voru frekar ,,space-aðir" á því eins og Kristbjörg orðaði svo skemmtilega. Þetta voru án efa flottustu tónleikar sem ég hef farið á.. og þeir allra stærstu! Einhver Jay-Z hitaði upp, rosalega var það einhæft og leiðinlegt... ! En U2 voru góðir! Ég var samt svo heppin að hávaxnasta kona Ástralíu var í sætinu fyrir framan mig á tónleikunum. Hún er örugglega yfir 2 metra á hæð! ÞAð fyndna var að hún var greinilega með kærastanum sínum á tónleikunum sem var undir meðalhæð og hún var meira en höfðinu stærri en hann!!! Hann náði ekki einu sinni upp að öxlum á henni og það var frekar kjánó að sjá þau knúsast og faðmast! haha. En hún skyggði sem betur fer ekki fyrir útsýnið þegar allir sátu, svo það var allt í lagi.

Freyju-horn:
Ég verð að deila með ykkur einni skemmtilegri sögu. Ég kom með fjólubláu strigaskóna mína hingað og lenti í rigningu í þeim svo það var komin vond lykt í þá.. Freyja sagði mér pent um daginn að ég yrði nú að fara að henda þeim, þetta gengi ekki lengur að halda upp á þessa fýlu-skó.
Svo fórum tvær við á róló um daginn og þá spurði ég hana: ,,Hvernig skó á ég að kaupa mér í staðinn? Eiga þeir að vera lágir eða háir strigaskór?", Freyja: ,,Lágir!". Ég: ,,Ok, hvernig eiga þeir að vera á litlinn?". Freyja: ,,Gráir! Og með hvítri tá! Og með fjólubláum reimum!". Ég: ,,Ok..!". Svo pældi ég ekkert meira í því. En svo fór ég í bæinn og ætlaði að kíkja á skó. Hverjir blasa þá við mér? Jújú, lágir, gráir strigaskór, með hvítri tá OG fjólubláum reimum!!!!!!!! Auðvitað varð ég að festa kaup á þessum skóm (vel á minnst, rááándýru skó, Freyja er með dýran smekk, það dugði ekkert annað en Converse!!!!!!).

P.s. Ég set myndir frá tónleikunum og Lindt kaffishúsinu og kannski eitthvað meira á Facebook!


Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband