Leita í fréttum mbl.is

Seinasta vikan í Ástralíu.... :( / :)

Halló, halló!

Héðan er allt gott að frétta!

Það er skrýtið að hugsa til þess að í dag var seinasti miðvikudagurinn minn í Ástralíu.. allavega í bili!

Svo ég endurtaki mig enn einu sinni.. að þá hefur tíminn hérna liðið mjög hratt! Ég hlakka samt rosalega til að koma heim! Mig er aldeilis farið að lengja eftir jólastemningunni.. og kuldanum :) Það er búið að vera rosalega heitt undanfarið (30°C) og hrikalega heitt á nóttunni!

Mér finnst pínu nauðsynlegt að telja upp það sem ég er búin að gera seinustu daga.. gaman líka til að muna það seinna!

Seinasta laugardag fórum við á skandinavískan jólabasar. Það var frekar fyndið að sjá allt þetta evrópska/skandinavíska dót og alla Norðurlandafánana. Ég gat ekki annað en keypt mér rándýrar piparkökur.. bara til að fá smá jólabragð! Við vorum fjölmargir Íslendingar samankomnir þarna á basarnum!

Ég fór svo í Melbourne Aquarium á sunnudeginum. Það var rosalega gaman en ég sá þar keisaramörgæsir í fyrsta skipti með berum augum :) Svo kom óvæntur gestur í stóru fiskabúrin.. en það var sjálfur jólasveinninn sem gaf skötunum að borða ,,neðansjávar”. Það var dálítið kúl.

Í dag var kveðjupartý fyrir Freyju á leikskólanum. Hennar verður greinilega sárt saknað af starfsmönnum og samnemendum. Freyja sagði samt ekki alveg skilið við leikskólann en hún á þrjá daga eftir á leikskólanum.
Elli og Kristbjörg voru dugleg að pakka í dag. Þetta er rosaleg vinna að pakka heilli búslóð..... en þau voru það dugleg í dag að þau eru mjög langt komin, það er samt margt eftir að gera!

Það rigndi heil ósköp í dag! Alvöru útlanda-rigning! Við ætluðum niður í bæ þegar það byrjaði að rigna; risastórum dropum! Ég og Kristbjörg vorum svo heppnar að vera með regn-ponsjó með okkur. Við skelltum þeim upp og löbbuðum að næstu gatnamótum en stönsuðum þar undir skyggni þar sem tveir myndatökumenn frá sjónvarpsstöð voru að taka upp myndskeið af rigningunni... en það var það mikil rigning að það mynduðust litlar ár á vegunum! Við vorum ekkert alltof spenntar yfir því að það væri tekið myndband af okkur fyrir fréttirnar.. svo við hikuðum smá undir skyggninu. Þeir tóku eftir því og sögðust lofa að taka ekki myndskeið af okkur þegar við færum yfir götuna. Við fórum svo af stað, en þeir voru þá fljótir að taka upp myndavélarnar.. og viti menn... við sáumst í tvær sekúndur í fréttunum! Hraðlyginn myndatökumaður.. gerir og segir allt til að ná úrvals-myndefni...

Nú eru örfáir dagar eftir! Á morgun er okkur boðið í mat til vinafólks Ella og Kristbjargar.
Svo á laugardaginn erum við Kristbjörg að fara á Gorillaz tónleika! Ég hlakka til þess, en þeir munu samt spila lög af nýju plötunni sinni, sem ég hef reyndar lítið sem ekkert hlustað á. En það verður samt örugglega gaman.

Á mánudaginn þá skila Elli og Kristbjörg af sér íbúðinni og margt annað sem þarf að sjá um og gera. Seinna um daginn förum við á hótel nálægt flugvellinum, svo á þriðjudaginn leggjum við bara í hann heim!!!!!

Svo... ég hlakka til að koma heim.. og ég sé til hvort ég bloggi aftur áður en við förum heim :)
Bæ í bili.
Kv., Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yes! fyrstur til að kommenta! Hlakka til að fá ykkur heim :)

Valur (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 21:41

2 identicon

haha, þú hefðir átt að setja skilmálana á hreint, að þú fengir sko borgað fyrir þetta módeldjobb... ;D

jóhanna (IP-tala skráð) 8.12.2010 kl. 23:18

3 identicon

Hehe, hélt að piparkökur væru til alls staðar :) Sjáumst bráðlega :)

Harpa (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 00:19

4 identicon

það er það allavega i hollandi... þar er til piparköku-allt... piparkökuís, karamellur, sleikjó, kökur...

johanna (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 12:38

5 identicon

Nei vá Gorillaz.. hljómar ekki illa! :) Hlakka annars til að fá þig heim ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:55

6 identicon

Vei!!! Hlökkum svakalega til að fá ykkur öll HEIM! :)  Góða ferð og knús til ykkar allra xox

Heija frænka (IP-tala skráð) 11.12.2010 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband