Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

Fréttainnskot

Hæ, hæ.

Seinustu dagar hafa verið frekar erfiðir en þó ekki leiðinlegir!
Ég er mikið búin að hafa fyrir því að leita mér að hjóli (þ.e. notuðu, en nýjum hjólum er víst stolið um leið, þrátt fyrir lása...). Nú sit ég í skólanum og bíð eftir Ph.d. nemanda sem ætlar að selja mér hjólið sitt, vona að það gangi upp! En ég labbaði hingað niður í skóla frá íbúðinni og það tók 50 min! (En mig langaði að prófa að labba :) En ég hef tekið svo marga strætóa, finnst það frekar leiðinlegt... og svo þarf ég hvort eð er að labba svo langt í það strætóskýli sem er næst mér sem strætóar ganga til eftir klukkan 10 á morgnana. Ég get tekið strætó í skólann frá stoppistöð mjög nálægt íbúðinni, en bara fyrir klukkan ca. 10 á morgnana, annars þarf ég að fara í hina stoppistöðina sem er lengra í burtu.


Veðrið er búið að vera frekar leiðinlegt, skúrir og alvöru rigning og sólin kíkir í stutta stund þar á milli. Það er bæði búið að vera kalt og heitt, en það er orðið frekar kalt á morgnana og á kvöldin/nóttunni.

Það sem hefur komið mér mjög á óvart er hversu skólinn er óskipulagður með suma hluti. T.d. var ég búin að frétta það að ég þyrfti að sækja um dvalarleyfi (líkt og EU nemendur, sá það í upplýsingabæklingi) og á öðrum stað var mér sagt að ég þyrfti þess ekki, þar sem ég  er Norðurlandabúi. En ég var ekki viss svo ég fór á international office sem sögðu mér að ég þyrfti að sækja um dvalarleyfi eins og ég væri frá EU landi og þau sögðust alveg handviss um það. Svo ég stóð í röð í morgun með EU borgurum, eftir mikla fyrirhöfn (útvega ýmsa pappíra) og þegar var komið að mér að þá var mér sagt að ég þyrfti sko ekki að sækja um dvalarleyfi!!!

Svo á ég að vera skráð í 3 kúrsum en skráningin mín á innra nemendanetinu sýndi aðeins tvo. Svo að ég fór og bað um að bæta honum við en það var mikið vesen. Loksins áðan kom kúrsinn inn hjá mér á innra netinu en það kom þá í ljós að við erum bara 3 stelpur skráðar í þann kúrs!!!!

Tölfræðikúrsinn er enn að valda mér áhyggjum, ég býst við að þurfa að læra mjög mikið fyrir hann. Svo verður mikið af verklegu svo ég verð oftast í skólanum frá 8-17 eða 18. Svo það verður mjög mikið að gera hjá mér!!

Á morgun er velkomnunarhátíð fyrir útlendingana og prinsessan kemur og segir nokkur orð. Svo er svaka mikið af partýjum framundan, en ég ákvað að kaupa mér Erasmus kort..!

Já... svo skráði ég mig í dönskutíma hjá skólanum... f .advanced learners... hehe.. sé til með það samt.

Já, og ég er komin með danskt símanúmer!!!  Það er (+45) 52 90 61 14

 Jæja.. veit ekki hvað skal segja meira í bili!
Eva.
----

Edit: 

Það kom í ljós að hjólið er strákahjól, með einni virkri bremsu og frekar ljótt... Ég náði að prútta þar sem að önnur bremsan er biluð og ég fékk í staðinn nýja körfu, lás og ljós með í kaupbæti... En ég er bara fegin að vera loksins komin með hjól, það virkar allavega og ég var bara 15 min á leiðinni heim frá skólanum. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þessu ljóta hjóli verði stolið :D(Vildi ekki kaupa nýtt hjól því þá er víst sjálfgefið að því verði stolið :P).


1. dagur í skólanum

Hæ.

 Í dag var fyrsti skóladagurinn og hann var vægast sagt erfiður!

Það var byrjað á tvöföldum tíma í eiturefnavistfræðinni og ég fékk að vita að ég þarf að mæta alla daga næstu viku í verklegt og einnig í vikunni þar á eftir. 

Svo kom tölfræðin og mér leist ekkert á það. Það var ansi mikið sem maður á náttúrulega að kunna nú þegar, en ,,því miður" er það búið að gleymast á þessum fjórum árum (tók lífmælingar f. 4 árum!). Svo það er strax farið að byggja á grunninum sem ég er búin að glata því miður... svo það verður tvöföld vinna fyrir mig að lesa gamalt efni (verð að útvega mér grunnatriðunum af netinu...) og svo læra allt nýtt!

En svo tókst mér að villast tvisvar sinnum, annars vegar á skólalóðinni sjálfri (það eru engar götur í kringum hana, bara göngustígar og ekkert merkt) og svo líka á leiðinni frá skólanum í Bilka, en ég ákvað að kíkja þangað því það er bara rétt hjá skólanum...ég var að leita mér að hjóli en þau voru öll frekar dýr. Svo dagurinn fór líka í að labba alltof langt og í hringi... svo vissi ég ekkert hvað sneri hvert og enginn sem ég spurði vissi það heldur.. allt útlendingar! Svo það endaði með því að ég spurði strætóbílstjóra sem gat vísað mér á réttan strætó!

Dagurinn var samt ekki al-slæmur.... kynntist fullt af fólki, veit ekki hvort ég komi til með að hitta alla aftur... en fínt að kannast við nokkra.

En ég er að þvo og þarf að fara að setja í þurrkara og elda mér mat... 


Rainy day.

Það sem ég hef ekkert betra að gera ætla ég bara að blogga...

Það var svakalegt þrumuveður í nótt, frá ellefu um kvöldið til fimm í morgun... giskið þrisvar hvernig ég veit það... haha. En þetta hefur ekki verið neitt venjulegt skv. þessu: mbl.is

Í dag fórum við pólska stelpan í shopping center, um 20-30 min göngufjarlægð frá íbúðinni. Þar voru fullt af búðum og ég keypti mér kapal til að tengjast netinu í íbúðinni (það er ekki þráðlaust, ég hef verið að stela neti frá einhverjum í ,,blokkinni" sem heitir Aske.. haha). Það er gott að vita af þessu molli.

Svo þegar við komum heim var danska stelpan komin, þ.e. þriðji meðleigjandinn (með mér). Hún er líka mjög fín og ég held að ég sé heppin með meðleigjendur.

Við spjölluðum aðeins saman og það kom í ljós að báðar þekkja annan Íslending (þ.e. sitthvoran..) sem eru með þeim í námi, og þær sögðu þá báða mjög lokaða og ,,quiet". Og voru hissa á því að ég væri ekki lokuð og ó-kammó eins og þeir...!

Á morgun förum við pólska stelpan í göngu um borgina á vegum Erasmus samtakanna. Það er opið öllum sem vilja og verður í ca. tvo tíma.

Annars er ekki meira að frétta af mér... en það verður nú samt að fylgja ein asnakjálka saga af mér...

Það er lítill gluggi í ,,gólfhæð" alveg við höfuðlagið á rúminu. Ég ákvað að draga frá gardínunni á honum til að hleypa meiri birtu inn. Svo ætlaði ég að skipta um buxur og er ekkert að pæla í því... en komst svo að því að ég var á nærbuxunum í sjónmáli þriggja stráka sem sátu úti í garðinum f. framan herbergið mitt.. sýndist einn þeirra horfa í áttina upp en án þess að pæla meira í því dró ég fyrir auðvitað og skammaðist mín...

Annars er einhverra hluta vegna alltaf tungan mín að vefjast um tönn þegar ég tala enskuna, ekki það að enginn skilji mig, bara þarf að vanda mig meira haha, svo koma inn ,,þú veist" svona milljón sinnum á milli. Vonandi að maður verði samt farinn að hugsa á ensku bráðlega.... ! Ég held svo að Danirnir vilji frekar að ég tali dönsku, ég veit ekki hvort ég skipti eitthvað yfir í hana.. er búin að tala smá dönsku, það hefur gengið ótrúlega vel... sé til.

Kv., Eva.

 


Komin til Odense.

Hæ, hæ.

 Ég er núna í íbúðinni minni, á Toftevej!

Herbergið mitt er fínt, þrifalegt og ég er með flottasta skrifborðsstól sem ég hef séð! Úr leðri og gefur ótrúlega góðan stuðning... lúxus! En það brakar alveg óttalega mikið í gólfinu hérna. Ég er á annarri hæð, en það er gengið inn úti. Eldhúsið er allt í lagi en baðherbergið frekar ógeðslegt! Þegar ég kom í gær að þá angaði allt af krydd-lykt, greinilega mikið eldað hérna... en það býr sem sagt ein dönsk stelpa hérna sem er búin að eiga heima hérna í 2 eða 3 ár. Ég hef enn ekki hitt hana því hún er örugglega e-s staðar í fríi. Svo er hinn meðleigjandinn ekki kominn, en það er pólsk stelpa. Ekki vitað hvenær hún kemur!

 Ég var rosalega þreytt í gær eftir ferðalagið og hlakkaði til að fara að sofa. En neibb, þá var bara partý hjá e-m gaurum útí garði þangað sem svefnherbergið mitt snýr! Ég er akkúrat með höfðalagið að litlum glugga sem snýr að garðinum. Svo ég gat ekki farið að sofa fyrr en partýið var búið.

 Í morgun (að ég hélt) vaknaði ég við það að bjöllunni var hringt og kona kom inn og kallaði og spurði hvort einhver væri heima. Ég rauk af stað, nývöknuð, fannst klukkan vera 9 um morguninn. Þá var það Landlordinn sem vildi fá mig til að kvitta fyrir að ég hefði fengið herbergið hreint osfrv. En það var ekki samningurinn, ég skrifa ekki undir hann fyrr en ég fer á Accommodation office. Dekurrófan ég fór strax að klaga í hana að það hefði verið læti fram eftir nóttu og að ég hefði ekki getað sofnað. Hún glotti og spurði mig hvort ég væri ekki frá Reykjavík!!! .... :P En hún sagði að ég hefði bara átt að kalla á þá útum gluggann.. yeah right eins og ég hefði farið að gera það! En það stendur í reglum að það sé stranglega bannað að hafa læti eftir klukkan 10 á kvöldin! Svo fór hún og ég var ennþá frekar svefndrukkinn og fór inní herbergi og komst að því að hún var orðin 12 að hádegi!! En þá var hún náttúrulega 10 um morguninn í hausnum á mér.

 Ég er ekki alveg búin að átta mig ennþá á hvar ég er samkvæmt kortinu... en ég veit í hvaða átt skólinn er og veit hvaða bus ég á að taka... haha. Ég fann Nettó í gær og er að fara þangað á eftir. Er bara eitthvað svo löt í þessum hita og raka :P

Ferðalagið gekk sjálft ágætlega nema að það var 2 tíma seinkun hjá Icelandair svo að ég hafði bara hálftíma til að ná í töskuna mína á Kastrup og ná lestinni sem ég var búin að kaupa miða í... það rétt slapp! Það voru svo tveir krakkar sem tóku á móti mér og ég fékk helstu upplýsingar hjá þeim og hvernig ég ætti að koma mér frá lestarstöðinni á heimilið mitt. Ég fór samkvæmt þeim upplýsingum en þurfti að labba í hálftíma með töskuna.. ég var alveg búin á því þegar ég var komin ,,heim".

 Jæja... læt gott heita í bili. Ætla að rölta bráðum í Nettó og taka upp úr töskunum. Ég ætla bráðlega að fá mér danskt símakort. En þangað til er ég með það íslenska. EN hér er tíminn tveimur tímum á undan Íslandi.

 Kv., Eva.


Bloggedíblogg.

Ég hef ákveðið að blása lífi í þetta blogg fyrir dvölina í Danmörku.

Bíðið spennt!


Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband