Leita í fréttum mbl.is

Fréttainnskot

Hæ, hæ.

Seinustu dagar hafa verið frekar erfiðir en þó ekki leiðinlegir!
Ég er mikið búin að hafa fyrir því að leita mér að hjóli (þ.e. notuðu, en nýjum hjólum er víst stolið um leið, þrátt fyrir lása...). Nú sit ég í skólanum og bíð eftir Ph.d. nemanda sem ætlar að selja mér hjólið sitt, vona að það gangi upp! En ég labbaði hingað niður í skóla frá íbúðinni og það tók 50 min! (En mig langaði að prófa að labba :) En ég hef tekið svo marga strætóa, finnst það frekar leiðinlegt... og svo þarf ég hvort eð er að labba svo langt í það strætóskýli sem er næst mér sem strætóar ganga til eftir klukkan 10 á morgnana. Ég get tekið strætó í skólann frá stoppistöð mjög nálægt íbúðinni, en bara fyrir klukkan ca. 10 á morgnana, annars þarf ég að fara í hina stoppistöðina sem er lengra í burtu.


Veðrið er búið að vera frekar leiðinlegt, skúrir og alvöru rigning og sólin kíkir í stutta stund þar á milli. Það er bæði búið að vera kalt og heitt, en það er orðið frekar kalt á morgnana og á kvöldin/nóttunni.

Það sem hefur komið mér mjög á óvart er hversu skólinn er óskipulagður með suma hluti. T.d. var ég búin að frétta það að ég þyrfti að sækja um dvalarleyfi (líkt og EU nemendur, sá það í upplýsingabæklingi) og á öðrum stað var mér sagt að ég þyrfti þess ekki, þar sem ég  er Norðurlandabúi. En ég var ekki viss svo ég fór á international office sem sögðu mér að ég þyrfti að sækja um dvalarleyfi eins og ég væri frá EU landi og þau sögðust alveg handviss um það. Svo ég stóð í röð í morgun með EU borgurum, eftir mikla fyrirhöfn (útvega ýmsa pappíra) og þegar var komið að mér að þá var mér sagt að ég þyrfti sko ekki að sækja um dvalarleyfi!!!

Svo á ég að vera skráð í 3 kúrsum en skráningin mín á innra nemendanetinu sýndi aðeins tvo. Svo að ég fór og bað um að bæta honum við en það var mikið vesen. Loksins áðan kom kúrsinn inn hjá mér á innra netinu en það kom þá í ljós að við erum bara 3 stelpur skráðar í þann kúrs!!!!

Tölfræðikúrsinn er enn að valda mér áhyggjum, ég býst við að þurfa að læra mjög mikið fyrir hann. Svo verður mikið af verklegu svo ég verð oftast í skólanum frá 8-17 eða 18. Svo það verður mjög mikið að gera hjá mér!!

Á morgun er velkomnunarhátíð fyrir útlendingana og prinsessan kemur og segir nokkur orð. Svo er svaka mikið af partýjum framundan, en ég ákvað að kaupa mér Erasmus kort..!

Já... svo skráði ég mig í dönskutíma hjá skólanum... f .advanced learners... hehe.. sé til með það samt.

Já, og ég er komin með danskt símanúmer!!!  Það er (+45) 52 90 61 14

 Jæja.. veit ekki hvað skal segja meira í bili!
Eva.
----

Edit: 

Það kom í ljós að hjólið er strákahjól, með einni virkri bremsu og frekar ljótt... Ég náði að prútta þar sem að önnur bremsan er biluð og ég fékk í staðinn nýja körfu, lás og ljós með í kaupbæti... En ég er bara fegin að vera loksins komin með hjól, það virkar allavega og ég var bara 15 min á leiðinni heim frá skólanum. Þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þessu ljóta hjóli verði stolið :D(Vildi ekki kaupa nýtt hjól því þá er víst sjálfgefið að því verði stolið :P).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er "Erasmus kort"? :)

Valur (IP-tala skráð) 31.8.2011 kl. 23:06

2 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

Erasmus er alþjóðleg stúdentasamtök :)

http://www.esn.org/content/what-esn

Eva María Guðmundsdóttir, 1.9.2011 kl. 08:58

3 identicon

Erasmus var traustur náungi.  Spyrjið bara Google sjálfan!

Kv.  Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 09:16

4 identicon

Ég kannast við svona skrifstofu-ratleiki :) sem betur fer er það bara í byrjun.

Gangi þér vel í skólanum!

Kveðja,

Elli

Elli (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 10:05

5 identicon

Gaman að fylgjast með þér elsku Eva!

Og flott ákvörðun hjá þér með hjólið - þú ert sko með alvöru viðskiptavit :)

Knúskveðjur xox

Heiðrún (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 09:36

6 identicon

Hæ frænka,

Heiðrún benti mér á bloggið þitt, það verður gaman að fylgjast með þér, gangi þér vel :)

knús

Íris (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 09:49

7 identicon

Ú fékkstu að hitta prinsessuna! ;) Tengist Erasmus kort eitthvað partýunum?

Harpa (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:30

8 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hehehe já, Erasmus=partý!! Það eru fullt af activities sem fylgja Erasmus, þ.á.m. partý!!!

Eva María Guðmundsdóttir, 5.9.2011 kl. 17:38

9 identicon

Snilld með hjólið og haha já það mun líklega enginn reyna að stela því! :D

Sigrún (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband