Leita í fréttum mbl.is

1. dagur í skólanum

Hæ.

 Í dag var fyrsti skóladagurinn og hann var vægast sagt erfiður!

Það var byrjað á tvöföldum tíma í eiturefnavistfræðinni og ég fékk að vita að ég þarf að mæta alla daga næstu viku í verklegt og einnig í vikunni þar á eftir. 

Svo kom tölfræðin og mér leist ekkert á það. Það var ansi mikið sem maður á náttúrulega að kunna nú þegar, en ,,því miður" er það búið að gleymast á þessum fjórum árum (tók lífmælingar f. 4 árum!). Svo það er strax farið að byggja á grunninum sem ég er búin að glata því miður... svo það verður tvöföld vinna fyrir mig að lesa gamalt efni (verð að útvega mér grunnatriðunum af netinu...) og svo læra allt nýtt!

En svo tókst mér að villast tvisvar sinnum, annars vegar á skólalóðinni sjálfri (það eru engar götur í kringum hana, bara göngustígar og ekkert merkt) og svo líka á leiðinni frá skólanum í Bilka, en ég ákvað að kíkja þangað því það er bara rétt hjá skólanum...ég var að leita mér að hjóli en þau voru öll frekar dýr. Svo dagurinn fór líka í að labba alltof langt og í hringi... svo vissi ég ekkert hvað sneri hvert og enginn sem ég spurði vissi það heldur.. allt útlendingar! Svo það endaði með því að ég spurði strætóbílstjóra sem gat vísað mér á réttan strætó!

Dagurinn var samt ekki al-slæmur.... kynntist fullt af fólki, veit ekki hvort ég komi til með að hitta alla aftur... en fínt að kannast við nokkra.

En ég er að þvo og þarf að fara að setja í þurrkara og elda mér mat... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá þú ert svo duglegur bloggari.. ég þarf klárlega að taka mig á í blogglestri, gleymi svo oft bloggum! En þetta er rosalegt nám greinilega.. þú verður algjör sérfræðingur þegar þú útskrifast :)

Sigrún (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband