Leita í fréttum mbl.is

Rainy day.

Það sem ég hef ekkert betra að gera ætla ég bara að blogga...

Það var svakalegt þrumuveður í nótt, frá ellefu um kvöldið til fimm í morgun... giskið þrisvar hvernig ég veit það... haha. En þetta hefur ekki verið neitt venjulegt skv. þessu: mbl.is

Í dag fórum við pólska stelpan í shopping center, um 20-30 min göngufjarlægð frá íbúðinni. Þar voru fullt af búðum og ég keypti mér kapal til að tengjast netinu í íbúðinni (það er ekki þráðlaust, ég hef verið að stela neti frá einhverjum í ,,blokkinni" sem heitir Aske.. haha). Það er gott að vita af þessu molli.

Svo þegar við komum heim var danska stelpan komin, þ.e. þriðji meðleigjandinn (með mér). Hún er líka mjög fín og ég held að ég sé heppin með meðleigjendur.

Við spjölluðum aðeins saman og það kom í ljós að báðar þekkja annan Íslending (þ.e. sitthvoran..) sem eru með þeim í námi, og þær sögðu þá báða mjög lokaða og ,,quiet". Og voru hissa á því að ég væri ekki lokuð og ó-kammó eins og þeir...!

Á morgun förum við pólska stelpan í göngu um borgina á vegum Erasmus samtakanna. Það er opið öllum sem vilja og verður í ca. tvo tíma.

Annars er ekki meira að frétta af mér... en það verður nú samt að fylgja ein asnakjálka saga af mér...

Það er lítill gluggi í ,,gólfhæð" alveg við höfuðlagið á rúminu. Ég ákvað að draga frá gardínunni á honum til að hleypa meiri birtu inn. Svo ætlaði ég að skipta um buxur og er ekkert að pæla í því... en komst svo að því að ég var á nærbuxunum í sjónmáli þriggja stráka sem sátu úti í garðinum f. framan herbergið mitt.. sýndist einn þeirra horfa í áttina upp en án þess að pæla meira í því dró ég fyrir auðvitað og skammaðist mín...

Annars er einhverra hluta vegna alltaf tungan mín að vefjast um tönn þegar ég tala enskuna, ekki það að enginn skilji mig, bara þarf að vanda mig meira haha, svo koma inn ,,þú veist" svona milljón sinnum á milli. Vonandi að maður verði samt farinn að hugsa á ensku bráðlega.... ! Ég held svo að Danirnir vilji frekar að ég tali dönsku, ég veit ekki hvort ég skipti eitthvað yfir í hana.. er búin að tala smá dönsku, það hefur gengið ótrúlega vel... sé til.

Kv., Eva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um að gera að tala dönskuna líka!

Lokaðir Íslendingar ættu að vera liðin tíð.

Erasmus prógrammið er mjög öflugt og gott að tengjast því sem mest.

YNWA

Pabbi

Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 22:10

2 identicon

hæhæ, gott að meðlegjendurnir séu viðkunnalegir, og strákarnir ekki gægjuperrar;D

En eins og þú kannski veist, er dönum afar annt um tungumálið sitt, halda að allir ættu að kunna það, reyna meira að segja að nota það á íslandi, þrátt fyrir skilningsleysissvip(þrjósku) þeirra sem á hlusta...

P.s. sendi þér spurn um lykilorð, augljóslega óþarfa...;D

Jóhanna María (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 22:41

3 identicon

: ) þú stendur þig örugglega vel í enskunni! Ertu búin að prófa að segja "YoYoMa" við samleigjendurna? ; )

Soffía (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:54

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hahaha, ég veit ekki hvort að það væri vel séð að ég segði það hehe

Eva María Guðmundsdóttir, 4.9.2011 kl. 21:19

5 identicon

Hahahaha, um að gera að vera líbó eins og danirnir!

Harpa (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband