Leita í fréttum mbl.is

Komin til Odense.

Hæ, hæ.

 Ég er núna í íbúðinni minni, á Toftevej!

Herbergið mitt er fínt, þrifalegt og ég er með flottasta skrifborðsstól sem ég hef séð! Úr leðri og gefur ótrúlega góðan stuðning... lúxus! En það brakar alveg óttalega mikið í gólfinu hérna. Ég er á annarri hæð, en það er gengið inn úti. Eldhúsið er allt í lagi en baðherbergið frekar ógeðslegt! Þegar ég kom í gær að þá angaði allt af krydd-lykt, greinilega mikið eldað hérna... en það býr sem sagt ein dönsk stelpa hérna sem er búin að eiga heima hérna í 2 eða 3 ár. Ég hef enn ekki hitt hana því hún er örugglega e-s staðar í fríi. Svo er hinn meðleigjandinn ekki kominn, en það er pólsk stelpa. Ekki vitað hvenær hún kemur!

 Ég var rosalega þreytt í gær eftir ferðalagið og hlakkaði til að fara að sofa. En neibb, þá var bara partý hjá e-m gaurum útí garði þangað sem svefnherbergið mitt snýr! Ég er akkúrat með höfðalagið að litlum glugga sem snýr að garðinum. Svo ég gat ekki farið að sofa fyrr en partýið var búið.

 Í morgun (að ég hélt) vaknaði ég við það að bjöllunni var hringt og kona kom inn og kallaði og spurði hvort einhver væri heima. Ég rauk af stað, nývöknuð, fannst klukkan vera 9 um morguninn. Þá var það Landlordinn sem vildi fá mig til að kvitta fyrir að ég hefði fengið herbergið hreint osfrv. En það var ekki samningurinn, ég skrifa ekki undir hann fyrr en ég fer á Accommodation office. Dekurrófan ég fór strax að klaga í hana að það hefði verið læti fram eftir nóttu og að ég hefði ekki getað sofnað. Hún glotti og spurði mig hvort ég væri ekki frá Reykjavík!!! .... :P En hún sagði að ég hefði bara átt að kalla á þá útum gluggann.. yeah right eins og ég hefði farið að gera það! En það stendur í reglum að það sé stranglega bannað að hafa læti eftir klukkan 10 á kvöldin! Svo fór hún og ég var ennþá frekar svefndrukkinn og fór inní herbergi og komst að því að hún var orðin 12 að hádegi!! En þá var hún náttúrulega 10 um morguninn í hausnum á mér.

 Ég er ekki alveg búin að átta mig ennþá á hvar ég er samkvæmt kortinu... en ég veit í hvaða átt skólinn er og veit hvaða bus ég á að taka... haha. Ég fann Nettó í gær og er að fara þangað á eftir. Er bara eitthvað svo löt í þessum hita og raka :P

Ferðalagið gekk sjálft ágætlega nema að það var 2 tíma seinkun hjá Icelandair svo að ég hafði bara hálftíma til að ná í töskuna mína á Kastrup og ná lestinni sem ég var búin að kaupa miða í... það rétt slapp! Það voru svo tveir krakkar sem tóku á móti mér og ég fékk helstu upplýsingar hjá þeim og hvernig ég ætti að koma mér frá lestarstöðinni á heimilið mitt. Ég fór samkvæmt þeim upplýsingum en þurfti að labba í hálftíma með töskuna.. ég var alveg búin á því þegar ég var komin ,,heim".

 Jæja... læt gott heita í bili. Ætla að rölta bráðum í Nettó og taka upp úr töskunum. Ég ætla bráðlega að fá mér danskt símakort. En þangað til er ég með það íslenska. EN hér er tíminn tveimur tímum á undan Íslandi.

 Kv., Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ

 Gaman að þú ætlir að blogga fyrir okkur, það verður gaman að fylgjast með og heyra hrakfallabálkasögur. Öss öss, danirnir eru nú alltaf í bjór með partí, þú verður kannski að fá þér ear muffs, tihihih.

Kveðja, Kristbjörg.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 12:51

2 identicon

Hæ,

Velkomin til Danmerkur, gott að heyra að allt hafi gengið vel.

Kv. Elli

Elli (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 12:54

3 identicon

Hæ :) þannig að þú hefur íbúðina út af fyrir þig núna fyrst? :) Læk á skrifborðsstólinn, hlakka til að sjá myndir af íbúðinni og DK! Það brakar líka í gólfinu hjá mér og ég er aðeins farin að muna hvar ég get stigið niður, vona það heyrist ekki mikið niður á næstu hæð hehe. Danir og partý! Hvernig er strætókerfið þarna? Snilld að Nettó sé í göngufæri :) Heyrumst :)

Harpa (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 16:48

4 identicon

Frábært að þú ert komin út og allt gengur vel. Ánægð að þú skyldir endurvekja bloggið.. verður gaman að fylgjast með :)

Sigrún (IP-tala skráð) 26.8.2011 kl. 23:56

5 identicon

Yndislegt að lesa færslurnar þínar!! Hljomar ótrulega spennandi hjá þér Læk á Nettó : ) Knús frá Íslandi

Soffía (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband