Leita í fréttum mbl.is

Ég hlýt að vera með spánskt blóð í æðum!!! haha.

Hæ. hæ.

Ég er mikið búin að vera að hitta alþjóðlegu stúdentana, Welcoming Reception for International Students var t.d. í gær, þá koma prinsessan og hélt smá ræðu (Marie) og rektor einnig. Samkvæmt ræðu rektors er ég ekki alþjóðlegur stúdent þar sem Norðurlandabúar voru flokkaðir í sér hóp hjá honum þegar hann taldi upp hópana sem stunda nám við skólann, sem sagt útlendingar, Norðurlandabúar og innfæddir þ.e. Danir! Kannski þess vegna sem að ég hef lent í veseni m. ýmsa pappíra o.fl... hehe.

En ég geri allt eins og alþjóðlegu stúdentarnir. Það voru allir að kynna sig f. hverjum öðrum í gær á samkomunni eftir Welcoming reception í gær, þ.e. alþjóðlegu stúdentarnir, og það var forvitnilegt að hitta krakka frá löndum víðs vegar um heim! Það var stundum skondið að tala við hina og þessa frá hinu og þessu landi. Það fyndnasta sem gerðist var þegar ég var að tala við grískan strák en eftir stutta stund spurði hann mig af hverju ég hreyfði höfuðið á ákveðinn hátt þegar ég tala... ég var bara eitt stórt spurningarmerki og fannst það frekar dónalegt þar sem ég var búin að tala við hann í mesta lagi í tvær mínútur, en sá gaur var uppáþrengjandi og boring. Svo kom einn hollenskur gaur til mín og annarra tveggja stelpna og vildi giska á hvaðan við værum og hann hélt fyrst að ég væri frá Frakklandi, svo Spáni...! Það fannst öllum mjög merkilegt að ég væri frá Íslandi, enda sá eini að mér skilst!

Ég hef einhverra hluta vegna mest verið með spænsku fólki, það er mjög almennilegt og talar ensku bara útaf mér, þ.e. þau eru öll spönsk nema ég en tala ensku þegar ég er með þeim!!! Í kvöld var mér boðið til þeirra í spænska ommilettu (eða hvernig það er stafað) sem innihélt kartöflur, það var mjög gott!! Og rauðvín með kóki úti með, haha. :)

Á morgun ætla ég í IKEA með öðrum meðleigjandanum og svo á tónleika með Spánverjunum og pólskri stelpu sem ég þekki, um kvöldið. Ég ætti reyndar að nýta tímann til að læra... en hvað um það haha.

Hjólið hefur reynst mér vel þrátt fyrir margt sem þarf að laga... og ég er að eitthverju leyti ólögleg með enga bjöllu eða óvirka handbremsu.. svo vantaði endurskin að aftan en ég sá endirskinsplötu f. framan íbúðina svo ég tók hana og festi við hjólið að aftan, maður þarf að kunna að redda sér! :)

Jæja.. ætti að vera löngu farin að sofa!!!

Góða nótt.Smile

Ps. svara emailum sem fyrst :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa : ) Hasta la vista!

Soffía (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 19:57

2 identicon

Læk á endurskinið :)

Harpa (IP-tala skráð) 5.9.2011 kl. 00:33

3 identicon

Heyrðu já þjóðarréttir Spánverja, er það ekki? Spænsk eggjakaka og calimocho :D

Ánægð með tónleikana.. lærdómurinn má bíða betri tíma hehe ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 20:17

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hehe þú veist meira en ég  ;)

Eva María Guðmundsdóttir, 8.9.2011 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband