Leita í fréttum mbl.is

Jú tú?

Hæ, hæ.

Það er svakaleg rigning úti núna, en mjög heitt. Það heyrðist í nokkrum þrumum áðan..
Ég, Elli og Kristbjörg vorum að koma heim en við fórum í smá bæjarleiðangur í dag á meðan Freyja var í leikskólanum. Ætli það hafi ekki bara verið seinasti búðaleiðangurinn, hjá mér allavega. Við kíktum svo inn í Casino-ið sem er niðrí bæ, og ég prófaði spilakassa...(Elvar, JÚ, það telst með!!!). Kristbjörg veðjaði (er það ekki veðjaði í þátíð???) á afmælisdagana okkar í rúllettunni, en því miður ,vann húsið´. Þar á eftir kíktum við loksins, loksins á hið margumtalaða Lindt kaffihús og við over-dose-uðum af súkkulaði...= súkkulaðiátið mikla! Namm! :D

Tónleikarnir í gær voru ótrúlegir! Ég get eiginlega ekki lýst því hvað þeir voru flottir! Það voru 60.ooo áhorfendur! = Ca. 1/5 af íslensku þjóðinni, hehe. Þeir voru með gaaaasalega flott svið, sem þeir kölluðu geimskip... þeir voru frekar ,,space-aðir" á því eins og Kristbjörg orðaði svo skemmtilega. Þetta voru án efa flottustu tónleikar sem ég hef farið á.. og þeir allra stærstu! Einhver Jay-Z hitaði upp, rosalega var það einhæft og leiðinlegt... ! En U2 voru góðir! Ég var samt svo heppin að hávaxnasta kona Ástralíu var í sætinu fyrir framan mig á tónleikunum. Hún er örugglega yfir 2 metra á hæð! ÞAð fyndna var að hún var greinilega með kærastanum sínum á tónleikunum sem var undir meðalhæð og hún var meira en höfðinu stærri en hann!!! Hann náði ekki einu sinni upp að öxlum á henni og það var frekar kjánó að sjá þau knúsast og faðmast! haha. En hún skyggði sem betur fer ekki fyrir útsýnið þegar allir sátu, svo það var allt í lagi.

Freyju-horn:
Ég verð að deila með ykkur einni skemmtilegri sögu. Ég kom með fjólubláu strigaskóna mína hingað og lenti í rigningu í þeim svo það var komin vond lykt í þá.. Freyja sagði mér pent um daginn að ég yrði nú að fara að henda þeim, þetta gengi ekki lengur að halda upp á þessa fýlu-skó.
Svo fórum tvær við á róló um daginn og þá spurði ég hana: ,,Hvernig skó á ég að kaupa mér í staðinn? Eiga þeir að vera lágir eða háir strigaskór?", Freyja: ,,Lágir!". Ég: ,,Ok, hvernig eiga þeir að vera á litlinn?". Freyja: ,,Gráir! Og með hvítri tá! Og með fjólubláum reimum!". Ég: ,,Ok..!". Svo pældi ég ekkert meira í því. En svo fór ég í bæinn og ætlaði að kíkja á skó. Hverjir blasa þá við mér? Jújú, lágir, gráir strigaskór, með hvítri tá OG fjólubláum reimum!!!!!!!! Auðvitað varð ég að festa kaup á þessum skóm (vel á minnst, rááándýru skó, Freyja er með dýran smekk, það dugði ekkert annað en Converse!!!!!!).

P.s. Ég set myndir frá tónleikunum og Lindt kaffishúsinu og kannski eitthvað meira á Facebook!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá örlögin tala út um munn Freyju... Hún ber greinilega nafn með rentu;D Við hefðum átt að vera saman á tónleikunum og púa á þennan Jay Z gaur... hehe kalla, Eva vill U2... af því ég fíla þá heldur ekki haha;D mér líst vel á súkkulaðikaffihúsið... ommnomm

johanna (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 18:45

2 identicon

Haha , gaman að henni Freyju , hlakka til að hitta hana!

Valur (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 18:02

3 identicon

Vá en ótrúlega magnað! : ) Tóku þeir mörg góð lög? Fyndið að Jay-Z, maður Beyonce hafi hitað upp fyrir þá!

SNILLD með skóna, Freyja er smekkkona : )

Knús knús!

Soffía (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 06:01

4 identicon

Gaman að geta farið á svona stóra tónleika :D:D

En fyndið með Freyju og að þessir skór hafi svo verið til :P, kannski hefur hún séð þá og heillast svona að þeim :P.

Herdís Eva (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 00:50

5 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

@Soffía: Jah, ég kannaðist við nokkur -sígild- lög, en ekki við nýju lögin.

haha Já, það var meira að segja búið að slúðra um það að Beyonce og Kanye væru líka... en svo var ekki :)

@Herdís: hahah já,það getur verið að Freyja hafi séð þá e-s staðar :)

Eva María Guðmundsdóttir, 6.12.2010 kl. 12:09

6 identicon

Sjitt hvað ég öfunda þig af tónleikunum!! Trúi því að þeir hafi verið geðveikir :)

Haha Freyja er snillingur!

Sigrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:43

7 identicon

Spilakassi er fyrir gamalt fólk sem sér og heyrir illa.

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband