Leita í fréttum mbl.is

Völundarhús og Disney sýning

Hæ, hæ.

Bara nokkrar línur.

Nú eru tvær vikur í að við leggjum af stað heim! Það er svolítið skrýtið að á morgun sé kominn 1. desember....! Maður er samt farinn að hlakka til að koma heim í jólastemninguna!

Við nýttum seinasta daginn sem við höfðum bílinn í að keyra rétt út fyrir Melbourne city og heimsóttum fallegan garð sem var völundarhús. Það rigndi samt allan þann dag, en við létum það ekkert á okkur fá og vorum bara í regn-ponsjó-um!

Það er búið að vera kalt hérna í Melbourne en nú á að hitna aftur og um 25-30°C út vikuna! Ekkert skrýtið að maður eigi erfitt með að komast í jólaskap! haha.

Ég, Kristbjörg og Freyja fórum á Disney-sýningu á safni um daginn. Það var gaman að skoða allar Disney skissurnar og svona... en auðvitað mátti ekki taka neinar myndir!

Ég og Elli fórum í gær á mynd í Imax sem heitir ,,Under the sea" í 3D, og auðvitað vorum við aftur það heppin að lenda í því að vera með tveimur skólahópum á sýningunni!

Á morgun erum við að fara á U2 tónleika! Það verður eitthvað ,,big" eins og Ástralirnir myndu orða það....hoho.

Þangað til seinna.
Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úúú, góða skemmtun á tónleikunum :) gladdist eitt augnablik þegar þú minntist á 1. des og fór að hugsa um súkkulaðidagatalið mitt... mundi svo að þú ert í framtíðinni...haha!

Harpa (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 02:45

2 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

Danke schön.

Aww haha.

Svo kem ég heim í fortíðina.. ohoh

Eva María Guðmundsdóttir, 1.12.2010 kl. 02:07

3 identicon

Hvað kallar þú kalt mín kæra? Hér eru -8°C as we speak..

Sigrún (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hahahaha :D En það eru smá viðbrigði að rokka milli 30° og 20°C ;)

Eva María Guðmundsdóttir, 8.12.2010 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband