Leita í fréttum mbl.is

The Great Ocean Road

Hæ.

Vorum að koma heim úr ferðalaginu. Við keyrðum í vestur frá Melbourne og gistum á stað sem heitir Apollo Bay. Þar er mjög fallegt og við fórum tvisvar á ströndina sem var rétt hjá íbúðinni sem við gistum í. Þar var ekta strandsandur og gaman að labba þar um og byggja kastala.

Við keyrðum svo hluta af ,,The Great Ocean Road", sem er langur vegur meðfram ströndinni til minningar um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Við fórum að skoða ,,The twelve Apostles", sem eru frægir klettar niður við sjó, og ,,The London brigde" sem er lika klettur og lítur út eins og brú!

Þegar við keyrðum þessa leið var auðvelt að verða bílveikur en hann er ekkert nema sveigjur og beygjur stóran hluta af leiðinni.

Við sáum kóala í skógunum á leiðinni en engar kengúrur, þrátt fyrir óteljandi skilti á leiðinni þar sem varað var við kengúrum.

Við vorum frekar óheppin með veður, en það var þungbúið, rigning a köflum og þoka hér og þar.

Á morgun ætlum við að keyra eitthvert sniðugt en svo skilum við bílnum seinna um daginn.

Ég ætla að setja nokkrar myndir á Facebook.

Bið að heilsa. Kv., Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona að þú sjáir kengúrur og wallabys;D Þær eru svo sætar:D Labrador vorrinn hérna í skólanum biður að heilsa;D

johanna maría (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 13:14

2 identicon

Ertu búin að sjá einhverjar kengúrur? Aww, kóalar eru svo sætir :)

Harpa (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 01:14

3 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

@Jóhanna: Ööö, hvað er Labrador vorri?

@Harpa: Nei, er bara búin að sjá kengúrur í dýragörðum, frekar vandró :S hehe

Eva María Guðmundsdóttir, 27.11.2010 kl. 05:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband