Leita í fréttum mbl.is

Jamm og já.

Tíminn líður alveg rosalega hratt, það er bara ótrúlegt.
Mér finnst tíminn líða hratt hérna, en mér finnst ég hafa verið óralengi í burtu frá föðurlandinu...

Ég sagðist ætla að setja inn myndir, en ég setti í staðinn inn nokkrar myndir á Facebook, það eru hvort eð er allir með Facebook... :)

Við fjögur erum búin að vera mikið saman núna, en Elli er loksins alveg búinn í skólanum og Kristbjörg er alveg að vera búin með sín verkefni.

Í dag fórum við niður í bæ og skoðuðum líka grasagarðinn hérna betur. Hann er það stór að það er bara vonlaust að skoða hann á einum degi og ég gæti trúað því að það sé enginn Melbourne-búi búinn að skoða hann til hlítar.

Ég og Elli fórum í bíó um daginn, í Imax, að sjá mynd um pöddur í 3D. Það var frekar kúl. En það sem var ekki kúl var að akkúrat þurftu tveir stórir hópar af skólakrökkum að vera á sömu sýningu og við... og maður var alltaf að sjá litlar hendur reyna að grípa pöddurnar (útaf 3D effectum)... æ, það var líka bara krúttlegt kannski!

Við ætlum líklegast að fara í ferðalag í þessari viku, leigja bíl og keyra um. Það verður örugglega gaman. Spáin fyrir vikuna er hrikaleg að mínu mati, næstum 30°C út vikuna... eins gott að bíllinn verði með loftkælingu!

Jæja, ætlaði bara að skrifa smotterí í bili.

Kv., Eva.

P.s. Er búin að vera mikið að hlusta á snilldarlag eftir Val bróður, FaMR lög með Elvari og co. og trommuspil í beinni í boði Ella hérna í Melbourne... rosalega hæfileikaríkir bræður maður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

við tætum sko upp malbikið í næstu viku :)

Kristbjörg (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 11:31

2 identicon

það verður að gefessu að éta!

Valur (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 12:23

3 identicon

Borða!!!

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 17:44

4 identicon

Ef það er ekki loftkæling þá tekurðu bara Ponsa eða Perlu á þetta....hausinn út um gluggann :) Mátt alveg senda nokkrar aukagráður hingað hehe.

Harpa (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband