Leita í fréttum mbl.is

Komin ,,heim" til Melbourne frá Sydney!

Hæ,hæ.

 

Við komum aftur til Melbourne í gær. Það var ótrúlega gaman í Sydney, sem er rosalega skemmtileg borg.

Við vorum á mjög flottu hóteli rétt hjá óperuhúsinu. Við vorum í herbergi á 16. hæð, mjög flott.

Það var ótrúlegt að sjá óperuhúsið en það er allt öðruvísi að sjá það með eigin augum en á myndum!

Við gerðum margt skemmtilegt. Við fórum í ,,Sydney bátinn" sem fór með okkur smá hring í flóanum. Það er rosalega fallegt þarna í kring. Við fórum út á einni stoppistöðinni (þetta er svona hop on- hop off bátur). Þar gátum við horft yfir til Kyrrahafsins og það var mjög fallegt þar.

Það var rosalega heitt mesta tímann en sólin þarna er mjög sterk... enda brann ég illa á öxlunum.. !

Við vorum dugleg að smakka framandi mat (í mínum augum var hann framandi) og við fórum meira að segja á Löwenbrau Bier Keller og borðuðum ,,Schlachtplatte" sem hafði úrval af kjötréttum. Það var ótrúlega gott og við vorum dugleg að borða það kvöld :D

Ég og Elli fórum á sædýrasafnið í Sydney sem á víst að vera eitt af þeim flottustu. Það var reyndar ekki eins flott og ég hafði ímyndað mér, en gaman að labba þar í gegn. 

Freyja var mjög vinsæl hjá afgreiðslufólki í Sydney og margir sem vildu gefa henni eitthvað, m.a. nammi eða litla bangsa. Oft þegar við erum að labba saman og Freyja situr í kerrunni er fólkið sem við mætum brosandi út að eyrum. Freyja er auðvitað sú sem fær fólkið til að brosa Wink  Elli var samt viss um að fólkið væri að brosa til sín.. hehe.

Það var frábært að geta slappað af með Ella, Kristbjörgu og Freyju milli tarna í skóla og vinnu. Elli og Kristbjörg eru á lokasprettinum núna að klára verkefnin sín.

Nú er nákvæmlega mánuður þangað til við komum heim. Þetta er búið að líða hratt. Ég er ekki komin í neitt jólaskap þrátt fyrir jólaskraut og jólalegar auglýsingar frá verslunum. Það vantar snjóinn og kuldann!

 

Jæja, læt gott heita í bili. Ætla að skella svo inn nokkrum myndum fljótlega!

 

Kv., Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mmm úrval kjötrétta hljómar vel... :) hlakka til að sjá myndir!!

Harpa (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:30

2 identicon

Ohhhh ég ætlaði að vera fyrstur að kommenta á þetta!

Valur (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:31

3 identicon

Og ég sem ætlaði að vera númer 2!!!

En ég er svangur eftir að hafa lesið þessa færslu og ætli ég verði ekki bara að fara einn upp í eldhús að fá mér nætursnarl. :´(

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 03:28

4 identicon

Ég er heldur ekki komin í neitt jólaskap, þrátt fyrir hálku og það að þurfa að skafa af bílnum á morgnana... þú verður heltönuð um jólin...

jóhanna (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 00:56

5 identicon

Yndislegt! : )

Soffía (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 22:59

6 identicon

Ohh þetta hljómar allt svo vel.. Mig langar til Sydney!! :)

Sigrún (IP-tala skráð) 20.11.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband