Leita í fréttum mbl.is

Sydney.... here we come!

Hæ,hæ. Mig langaði að skrifa smá blogg í dag en á morgun erum við að fara til Sydney og verðum þar í þrjá daga.
Í gær mælti ég mér mót við amerísku stelpuna sem ég sagði ykkur frá í seinasta bloggi. Ég hitti hana á strönd hinum megin við Yarra ána en það er sirka hálftíma tram- (sporvagna)-ferð þangað frá íbúð Ella og Kristbjargar. Það var mjög heitt en skýjað þann dag, en það var samt frábært að vera á ströndinni sem var fín og með flottan skeljasand. Þaðan fórum við svo niður í bæ, en við fengum far hjá ástralskri vinkonu hennar sem skutlaði okkur áleiðis að miðbænum.
Við ákváðum svo seinna þann dag að fara í ,,Eureka” turninn en hann er hæsta íbúðabygging suðurhvelsins. Hann hefur um 90 hæðir og útsýnishæðin var á 88. hæð. Ég var pínu áhyggjufull en lofthræðslan hefur aukist með árunum ... (sagt með ,,gamalli” rödd). Eftir að hafa keypt miða í turninn þurftum við auðvitað að fara í lyftu upp á 88. hæð.... það var eins og maður væri að taka á loft í flugvél, en maður fann mikinn þrýsting og hljóðið var svipað og í flugvél að ræsa vélarnar.
Útsýnið var stórkostlegt í Eureka!! Og nú hef ég betri tilfinningu fyrir hvernig borgin liggur og hversu stór hún er en það var ekki hægt að sjá hvar hún endaði (út fyrir endimörk alheimsins... ohoho)! Borgin er mjög falleg; með Yarra ánni sem liggur þvert um borgina, mörgum grænum svæðum, þ.e. görðum og tjörnum hér og þar. Það eru bæði háhýsi og venjuleg hús þar á milli og gaman að sjá fjölbreytileikann í umhverfinu.
Svo kvaddi ég hana en hún flaug heim í dag.

Í morgun var vaknað snemma... (en eftir að ég flutti til E+K+F hef ég haft krúttlegustu vekjaraklukku í heimi sem er mjög skilvirk og það kemur ekki annað í mál en ,,rise and shine” kl. rúmlega 7 alla morgna, haha)!
Ég og Kristbjörg fórum í pedicure sem var frekar skrýtið.. en þetta var mín fyrsta! Kristbjörg er aðeins sjóaðari í þessu.. ;) Maður byrjaði á því að velja sér naglalakk og svo settist maður í nuddstól á meðan fæturnir voru fínpússaðir :D
Elli skilaði masters-ritgerðinni í dag og allir eru voða stoltir af honum. Í tilefni þess ætlum við út að borða í kvöld.
Við erum öll farin að hlakka til þess að fara til Sydney á morgun! En við komum ekki heim fyrr en eftir helgi.

Bless í bili, bið að heilsa heim!
Kær kveðja, Eva María (a.k.a. E-Maíja).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra! : )

Kærar hamingjuóskir til Ella með ritgerðina

Góða ferð til Sydney, skemmtið ykkur svaka vel!

Soffía (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 00:29

2 identicon

Svo hittuð þið bara James Hetfield í Sidney, ekki slæmt það!

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 19:23

3 identicon

Held ég sé ekki spennt fyrir svona lyftum :) en er kannski þess virði fyrir útsýnið!! Pedicure-ið hljómar vel!

Harpa (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband