Leita í fréttum mbl.is

Sveitaferð með meiru

Hæ, hæ.

Alltof langt síðan ég bloggaði seinast.
Núna er ég komin í íbúðina til Ella og Kristbjargar með allt mitt hafurtask. Nú sitja þau uppi með mig 24/7 alveg þangað til við komum heim (múhahahaha >:D).

Ég fór sem sagt í þessa ferð seinasta föstudag. Það var mjög gaman, bara skrýtið að vera svona einn að ferðast.
Fyrst var ferðinni heitið á Ferguson vineyard (vínekruna). Keyrslan þangað frá miðbænum tók um eina og hálfa klukkustund og við keyrðum í gegnum fallegan skóg með pálmatrjám og þéttum skógum. Þegar á vínekruna var komið var byrjað á því að snæða hádegismat, en hann var innifalinn. Mér var strax vísað til borðs með nokkrum Áströlum. Það var frekar vandró þar sem að ég sat á móti eldri hjónum og við hliðina á eldri manni og þau töluðu allan tímann um hestreiðar, en það eru veðhlaupadagar í gangi hérna í Melbourne.

Hádegismaturinn var hlaðborð með ýmsu. Það var ekkert merkt hvað væri hvað á hlaðborðinu svo ég tók bara það sem mér leist á. Í einni skálinni sýndist mér vera blómkál sem búið væri að hakka niður í eitthverja kássu. Svo sest ég við borðið með sessunautum mínum og við hefjum veisluna. Þá fæ ég mér heilan gaffal af þessari hvítu "blómkáls"kássu. Þá finn ég hvernig ég byrja að svitna, eldroðna, og fæ þessa þvílíku brunatilfinningu í munninn. Í staðinn fyrir að spýta útúr mér þá kyngdi ég þessu, eins og dömu sæmir, og svolgraði heila vatnsflösku á eftir (sem betur fer var ekki einungis vín á boðstólnum).

Vínekran var annars meiriháttar falleg og umhverfið í kring. Svo þegar við setjumst í rútuna aftur eftir skoðunarferð um vínekruna var ég ennþá svöng. Ég var með nammipoka með mér og ég gúffa í mig eins og mér væri borgað fyrir það..kannski til að eyða bragðinu eftir þetta hvíta gums...! Þá kemur þessi gamli sem sat við hliðina á mér, glotti, og sagði: ,,Did you like the lunch, eh?" og hló.

Þá var ferðinni heitið á dýraathvarfið, eða Healisville Sanctuary. Þá vorum við bara sex manns sem hoppuðum út á þeirri stöð. Þar var eldri maður sem tók á móti okkur, en hann er sjálfboðaliði og var okkar leiðsögumaður. Flestir vildu samt skoða garðinn á eigin vegum svo eftir varð bara ég og önnur stelpa sem er amerísk. Leiðsögumaðurinn var mjög fróður, en þeir þurfa víst að fara í gegnum 6 mánaða þjálfunartörn. Það var ótrúlega gaman að skoða dýrin þarna, og kóala voru allir vakandi og hressir og skoppandi milli trjágreina, algerar dúllur :) Leiðsögumanninum fannst mjög áhugavert að ég væri frá Íslandi. Hann spurði mig margra spurninga um Ísland, t.d. hvort það væru miklir skógar á Íslandi. Ég sagði honum þá hinn klassíska brandara ,,Hvað gerirðu ef þú ert villtur í skógi á Íslandi...? Þú stendur upp!" og útskýrði áður hversu lág trén eru á Íslandi. Leiðsögumaðurinn hló eins og vitleysingur en ameríska stelpan var bara eitt stórt spurningarmerki..

Að leiðsögutúrnum loknum var ferðinni heitið aftur heim og ameríska stelpan var mjög kammó svo við sátum saman í rútunni til baka. Mér var auðvitað ,,addað" strax á Facebook og í leiðinni spurði hún mig ,,Where is Iceland?". Og ég sagði að það væri við hliðina á Grænlandi. ,,What is Greenland?". Og ég sagði að það væri við hliðina á Kanada.. það samt sagði ekki mikið svo hún spurði mig hvort það væri jafnstórt og Ástralía. Þá hló ég óvart (kannski ekki fallegt af mér)... en hún opnaði þá kort af heiminum í iphone-inum sínum og ég benti á litla Ísland. Ég verð samt að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvar hvert fylki er í BNA, en hún sagðist vera frá Oklahoma og ég get ekki bent á það að korti.. svo ég get ekki mikið sagt!

Held að ég láti nægja í bili.

Það er búið að vera mega heitt undanfarna daga, allt annað en hefur verið.

Elli, Kristbjörg og Freyja biðja að heilsa en við erum öll farin að hlakka mikið til ferðarinnar til Sydney.

Kv., Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehe, komstu einhvern tíman að því hvað þetta hvíta gums var?

Frekar fyndið þetta með landafræðina...sérstaklega þar sem Grænland er frekar stórt, kannski bara fínt að neikvæð ímynd Íslands hefur ekki skilað sér út um allt ;)

Harpa (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hehe, ég mun líklegast aldrei komast að því hvað það var

Eva María Guðmundsdóttir, 8.11.2010 kl. 23:34

3 identicon

Hehe , manni finnst eins og allir eigi að vita hvar Ísland er, en ég veit t.d ekkert hvar öll lönd eru :S og alveg fæst af þeim nema þessi sem eru næst okkur eins og Frakkland og þannig :P.

En úú kóalabirnir :D:D, voru líka kengúrur? ;)

Herdís Eva (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:21

4 identicon

Ég veit um stelpur i menntaskóla sem eru ekki vissar um hvort kanada sé í norður eða suður ameriku... Ég skil alveg af hverju fólk veit ekki hvað ísland er, en innst frekar skrítið að fólk viti ekki hvar Grænland er, það er svona eins og að vita ekki hvar Japan er...

jóhanna María Einarsdóttir (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 14:23

5 identicon

SYDNEY á morgun...veiiii og schlagtplatte á Löwenbrau bierkeller.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 01:30

6 identicon

Þessi gamli kall.

En ég væri búinn að commenta oftar hérna hjá þér ef þessi stærðfræðidæmi (Ruslpóstvörnin) væru ekki svona flókin!

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 04:15

7 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

@Herdís: Já, það voru líka kengúrur, en þær voru allar að taka sér nap.. hehe.

@Kristbörg: Natürlich!

@Aww, Elvar minn, þetta er svolítið flókið fyrir litla bangsa.

Eva María Guðmundsdóttir, 11.11.2010 kl. 05:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband