Leita í fréttum mbl.is

Jamm og já

Hæjó.

Hmm, hvað skal segja, mínir æsispenntu blogglesendur.....?

Það eru mörg afmæli í nóvember! Til hamingju með daginn elsku Valur bróðir þann 1. nóv :)

Nú er ég nákvæmlega búin að vera hérna í mánuð... tíminn hefur liðið mjög hratt!

Það er búið að vera frekar kalt, allavega á kvöldin, seinustu daga. Það á að vera betra veður um helgina.

Ég fór í bókabúð um daginn sem er rétt hjá íbúðinni. Það er "second-hand" bókabúð og mér sýndist hún fyrst vera pinkulítil. Annað kom í ljós þegar ég fór inn í hana en hún var á mörgum hæðum og með fullt af deildum, t.d. var ein deild sem heitir ,,film scripts", dálítið kúl. Ég fór strax í ,,science" deildina og fann þar David Attenborough doðrant síðan árið 1979 :D Það voru margar áhugaverðar bækur þarna, margar um höfrunga.... en ég nenni nú ekki að fara að borga massíva yfirvigt á leiðinni heim.. hehe.

Í gær fórum ég, Kristbjörg, Freyja og vinafólk Ella og Kristbjargar á pönnukökuhús þar sem við smökkuðum alvöru pönnukökur. Elli er að vinna í heimaprófi þessa dagana og það er líka mikið að gera hjá Kristbjörgu. Þau eru bæði rosa dugleg. Freyja er líka dugleg á leikskólanum og það er svo sætt að hún á þar góða vinkonu sem henni þykir greinilega vænt um.

Í dag fór ég niður í bæ að kaupa mér miða í pakkaferð: sveitaferð sem fer um vínhéruð hérna rétt f. utan borgina og svo verður farið í ,,wildlife sanctuary" (man ómögulega hvað það heitir á íslensku). Ég vona að það verði gaman. 

Svo erum við búin að kaupa miða til Sydney í næstu viku. Hlakka mjög til þess að fara þangað.

Annars er lítið að frétta .. 

Bið að heilsa í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, það heitir Healesville Sanctuary í Yarra dalnum þar sem mögulegt er að sjá emua, alls konar furðufugla, Tazmanian devil, kengurur pöndur o.m.fl.  Mjög gaman að koma þangað.  Góða skemmtun!  Ekki verður minna gaman að fara til Sidney.  Við vildum gjarnan vera með ykkur þar!  Kveðja M+P

Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:37

2 identicon

Keyptiru enga bók í bókabúðinni?

Úúúú hljóma vel þessi ferðalög sem þú ert að fara í á næstunni! Vonandi verður snilldargaman hjá þér og ykkur :)

Sigrún (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:35

3 identicon

@Sigrún: Júbb, ég festi kaup á Attenboroguh doðrantinum :D

Eva María (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 11:06

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

Attenborough*

..

Eva María Guðmundsdóttir, 5.11.2010 kl. 11:08

5 identicon

hmmm, Eva í vínsmökkunarferð... Maður veit nú hverniog það endar...

jóhanna (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:32

6 identicon

Úú David Attenborough síðan 1979 :D, verð að sjá hana hjá þér þegar þú kemur heim :D.

Herdís Eva (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband