Leita í fréttum mbl.is

Giggle and hoot, wohoo

Hæ, hæ.

Ég er búin að vera með eitthvert leiðinda kvef; hálsbólgu og hita. Ég er betri í dag en í gær svo þetta fer líklega að verða búið, eða vonandi. Seinasta föstudag var rosalega hlýtt og það var ekki gaman að vera í svitabaði útaf pest og of miklum hita úti. Það var samt ágætur dagur; ég smakkaði alvöru Calzoni í fyrsta skipti sem var mjög gott, hihi!

Það er búið að vera leiðindaveður seinustu tvo daga; mikil rigning. Það kom fram í fréttum að um helgina, eða á 48 klst, myndi rigna jafnmikið og gerist vanalega yfir heilan mánuð! Þannig þið getið ímyndað ykkur hvað er búið að rigna mikið.

Seinasta fimmtudag fór ég á safn sem heitir ,,Melbourne Museum" þar sem maður getur skoðað margt sniðugt. Þetta er mjög flott safn á nokkrum hæðum. Ég byrjaði á að skoða risaeðluhornið, þá steinahornið, svo regnskógahornið, ástralska frumbyggjahornið, mannalíffræðihornið, o.fl. o.fl. Ég stóð mig sjálfa að því að vera skælbrosandi í mannalíffræðihorninu t.d. þegar ég var að skoða alvöru hjarta og heila og margt fl. Ég heyrði flesta aðra segja ,,eeeeeeeeeewwwwwwwwww" öðru hverju. Það er bara misjafnt hvað heillar hvern og einn.

Sama dag fór ég í bíó í IMAX, sem er í sama húsi og safnið, en maður fær afslátt á safnið ef maður kaupir bíómiða, svo ég sló til og sló tvær flugur í einu höggi. Myndin sem ég valdi heitir ,,Dolphins and Whales, 3D", (kemur á óvart að ég skyldi velja það?!). Ég var mikið búin að hlakka til að sjá þá mynd. Þegar ég kem inn í salinn er enginn annar kominn en þá voru bara 5 mínútur í myndina. Salurinn var risastór og sætin óteljandi! Skjárinn(tjaldið) var einnig hrikalega stór og er víst þriðji stærsti skjár í heimi!! Ég ætlaði að taka mynd af honum en gat það ekki sökum stærðarinnar og náði bara mynd af honum í litlum bútum í einu, haha. Þá fór fólk að týnast inn í salinn og við vorum orðin alveg 10 manns í þessum gríðarstóra sal þegar myndin var rétt að fara að byrja. Það var bara þægilegt að vera útaf fyrir sig en ég var með heila sætaröð útaf fyrir mig. EN NEI! Kemur þá ekki einn hvalaáhugamaður til viðbótar í salinn, og sest BEINT við hliðina á mér, af öllum skrilljón sætunum sem voru laus! Týpískt.

Jæja, svo byrjaði myndin, það var flott að sjá hvalina í 3D en ég varð fyrir vonbrigðum með myndina. Þetta var meira upptalning á hvölum og skyldum dýrum og á hvaða stigi útrýmingarhættu hver og ein tegund er. Sem betur fer var myndin bara í 45 mínútur. Það var talað inná og rosalega var þetta skrýtinn texti sem viðkomandi las. Ég get gefið ykkur dæmi, sem ég gleymi seint eða aldrei: ,,Manatee´s (sækýr) diet causes flatulence, see all these bubbles!".

Nú er bara vika þangað til ég fer í íbúðina til Ella, Kristbjargar og Freyju. Freyja er alger rúsína og svo mikill snillingur :) Nú fer að styttast í að skólinn verði búinn hjá Ella, veivei! Kristbjörg á samt eitthvað eftir í vinnunni sinni.

Læt gott heita í bili, hvað er að frétta af ykkur? Væri gaman að fá "kvittun" í athugasemdir svo ég viti hverjir lesa bloggið :)

P.s. ég vakna oft með eitthver lög á heilanum úr ástralska barnatímanum.. sbr. yfirskriftina.. haha.

Kv., E-Maíja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Elli og sækýrin eigi eitthvað sameiginlegt?

Kristbjörg, Elli og Freyja (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 00:00

2 identicon

Vívíveivei

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.11.2010 kl. 01:17

3 identicon

strákar prumpa.... ojjj og líka sækýr;D

jóhanna (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:12

4 identicon

Hæ Eva

Valur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 19:54

5 identicon

Held ég hefði sent einhverjum ókunnugum mjög illt augnaráð fyrir að setjast við hliðina á mér í tómum sal, haha!

Harpa (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 23:12

6 identicon

Haha týpískt að einhver setjist við hliðina á manni í tómum sal. Væri nú frekar til í að setjast einhversstaðar þar sem enginn er :S sérstaklega ef um mörg hundruð sæti er að velja :P.

Herdís Eva (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 00:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband