Leita í fréttum mbl.is

Óhappadagurinn..?

Hæhæ.

Þetta var nú meeeeeeiri dagurinn! Svolítill hrakfallabálka-dagur að hætti Evu Maríu. Þið sem þekkið mig vel vitið nú þegar að ég á það til að vera eilítið.. eða öllu heldur frekar oft....seinheppin!

Í dag var einn af þessum óhappadögum. Dagurinn byrjaði á því að ég vaknaði með eitthvað kvef (en bara eitthvað smotterí sem betur fer.. allavega ennþá..!).

Í gær kom ræstingarfólkið að þrífa íbúðina (koma einu sinni í viku). Þá eru alltaf settar tvær auka klósettrúllur og sápa, hrein handklæði og hreint á rúmið o.s.frv. Ég tók þá eftir því að þær höfðu gleymt að setja fleiri klósettrúllur og það var bara eitt blað eftir á rúllunni :S !! Þá heyri ég ræstingarfólkið tala saman frammi svo ég spyr það hvort ég megi ekki fá eina auka rúllu því það gleymdist að bæta við hjá mér. Þá setti ein konan upp svip og spurði mig höstuglega: ,,What room number are you in???" Og ég svaraði því og hún rétti mér eina með fýlusvip og svaraði engu þegar ég þakkaði KÆRLEGA fyrir! Ég vona nú bara að ég verði ekki rukkuð aukalega fyrir þessa einu klósettrúllu...!

Ég ákvað í gær að í dag skyldi þvottur loksins fara fram, enda búin að vera dugleg að fylla upp í þrjá Bónus poka (vona að Ástralirnir þekki ekki Bónus grísinn okkar..). Jújú, mín skundaði í næstu verslun og keypti þessa flottu (lesist "dýru") þvottasápu.  Svo fór ég í byggingu hérna við hliðina á íbúðinni en þar geta íbúar hótelsins þvegið þvottinn sinn. Það er ágætis aðstaða til að þvo og setja í þurrkara. Ég skellti öllu saman í eina stóra vel og valdi "warm", en það er hægt að velja um "hot-warm-cold". Svo fer ég eitthvað afsíðis og kem svo aftur til að tékka á vélinni og þá sá ég að stillt var á "cold". Svo þvotturinn varð ekkert sérlega hreinni fyrir vikið og upp gaus þessi "dýrindis" fúkka lykt. "O, jæja, ég skelli þessu bara í þurrkarann", sem var nú reyndar hægara sagt en gert! Því þegar ég er búin að setja fötin inn, og peninginn í, þá bara gerist ekki baun, ekkert snýst, en mínúturnar hins vegar hverfa hver af annarri á tímamælinum. Ég spurði þá konu sem var að vinna þarna við að þrífa handklæði frá hótelinu, hvernig í ósköpunum þetta getur gerst. Þá setur konan upp stór augu O_O og segir ,,No,no,no, you put the money in the wrong dryer"!!! Þá hafði ég verið svo góð að bæta við heilum klukkutíma hjá einhverjum öðrum sem var að nota þurrkarann fyrir ofan minn OG breytt stillingunni þar að auki í ,,delicate". Sjæse, o, jæja, viðkomandi græddi kannski bara á því... eða ég vona það.. en konan var alveg að fara úr límingunum. Ég beið þá þarna eins og eitthver hálfviti eftir að viðkomandi kæmi að sækja þvottinn sinn svo ég gæti útskýrt hvað gerðist. Á meðan setti ég pening í réttan þurrkara og allt fór af stað.

Svo er minn þvottur loksins búinn en ekkert bólar á þeim sem ég var að bíða eftir. Svo ég skelli bara öllum þvottinum í poka og hleyp út skömmustuleg og vonaði að ég ætti ekki eftir að hitta þann sem átti þvottinn. Ég þakkaði samt konunni fyrir hjálpina, en hún svaraði engu, heldur skellihló bara!

Þegar ég kem í íbúðina þá gýs upp þessi fína fúkkalykt af fötunum, SEM voru ennþá jafnblaut og þegar ég setti þau í þurrkarann! Svo að íbúðin er núna undirlögð af hálfblautum, illa lyktandi fötum! Ég nota þessa aðstöðu ekki aftur, heldur fæ að þvo aftur hjá Ella og Kristbjörgu, en það er þvottaherbergi á hæðinni þeirra og þar gekk fyrsti þvotturinn eins og í sögu!

Svo er ég að ganga frá fötunum, þá sparka ég óvart í þvottaefnis-kassann, sem ég var nýbúin að kaupa, og þvottaefni útum allt teppi í "stofunni". Ég er ekki með neina ryksugu í íbúðinni eða kúst svo ég þurfti að dúmpa teppið með blautum klút, og mér sýnist ennþá vera nóg eftir í teppinu...!

Í dag hélt Elli fyrirlesturinn sinn um Masters-verkefnið sitt. Það gekk mjög vel og ég held að það sé mikill léttir fyrir hann að vera búinn með þann pakka. Í tilefni af því fórum við á veitingastað þar sem við fengum okkur "steik og bjór" eins og Elli, Kristbjörg ooog Freyja kalla það! haha. Ég var ekki heppin með steik og ofan á það beit ég illa í tunguna svo hún varð alveg dofin.

 

Hrakfalla dagur í boði Evu. 

Ég vona samt sem áður að næsta blogg verði með meira kjöt á beinunum og áhugaverðara.. haha!

Bið að heilsa.

E-Maíja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahahahaha, yndisleg þvottavéla- og þurrkarasaga....hahaha delicate :')

Vonandi var þetta óheppnin fyrir alla ferðina :) stikkfrí héðan í frá!!! 

Harpa (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 17:29

2 identicon

Hey, þetta er bara eins og venjulegur dagur hjá E-maíju!

Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.10.2010 kl. 01:51

3 identicon

æjjj... en gott að þvotturinn varð að endingu hreinn...

jóhanna (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 15:09

4 identicon

Hahahaha æji greyið mitt! Mjög skemmtilegt lesning samt fyrir mig ;)

Sigrún (IP-tala skráð) 4.11.2010 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband