Leita í fréttum mbl.is

Didgeridoo, Kangaroo, woohoo

Hæ. hæ.

Svolítið langt síðan ég bloggaði seinast en tíminn líður bara svo hratt!!!

Nú er ég búin að vera í tæpar 3 vikur og eftir nákvæmlega 2 vikur verð ég ekki lengur í íbúðinni heldur flyt til Ella, Kristbjargar og Freyju.

Ég fór um daginn á markað hérna rétt hjá, sem er eins og fancy útgáfa af Kolaportinu... rosalega mikið til þar af fersku grænmeti, kjöti og fleira. Svo vantar ekki dótið þar til sölu, flestallt nýtt. Ég á eftir að fara aftur og spreða peningum en þar er hægt að kaupa ýmislegt ástralskt dót eins og didgeridoo og boomerang, o.fl. o.fl.

Hitinn er alltaf að aukast smátt og smátt og sumarið rétt handan við hornið. Það er búið að vera í kringum 20-25 gráður. Um daginn var 28/29°C og ég var að stikna úr hita en Elli og Kristbjörg segja það ekkert miðað við það sem getur gerst á sumrin... ég er svolítið kvíðin því, kannski of mikill ÍS-lendingur í mér... ho..ho.... :Þ

Já, ég hef annars verið dugleg að smakka ísinn hérna (surprise, surprise), sem er mega góður, ítalskur ís! Svo hef ég prófað ýmislegt á kvöldin með E+K+F og í gær borðuðum við á stað sem heitir Malaysian / Chinese Rice Bar og ég fékk mér Singapore núðlur sem voru geðveikt góðar! Það var vel út í látið og mín hélt sko ekkert aftur af sér og kláraði allt... DÚLEG!

Var að horfa á Neighbours áðan í fyrsta sinn eftir að ég kom til Ástralíu... og þeir eru náttúrulega á réttum tíma hérna (nokkrum vikum eftir á eða mánuðum eftir á heima á Íslandi) og það er bara búið að gefa nokkrum leikurum "frí"..þessi og hinn er týndur.. margir hafa dáið og ég veit ekki hvað... ,,kannski" orðinn dálítið útþynntur þáttur... haha.

Var líka að horfa á þátt sem heitir ,,Man vs. Wild" þar sem e-r gaur fer út í óbyggðirnar hér og þar í heiminum og reynir að komast af með því að nýta náttúruna og lifa á henni án allra tækja og græja. Svo vildi skemmtilega til að hann var á Íslandi í óbyggðunum og þetta var svo dramatískt að ég skemmti mér vel þegar gaurinn fór næstum að grenja við það að labba útí smá roki og hvað honum fannst erfitt að labba í mosa. Fékk reyndar smá heimþrá þegar ég sá hann í kuldanum og rokinu.... hihi

Jæja, blogga aftur fljótlega :)
Þangað til næst,
E-Maíja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra frá þér elsku Eva mín. Núðlurnar hljóma mjög ljúffengar, og ísinn!

Er þessi þáttur eitthvað svipaður og "Survivor Man"? Hann fjallar víst líka um e-n mann sem fer út í óbyggðir án allra veraldlegra hluta og reynir að lifa af..

Fyndið með Nágranna. Var þetta nokkuð eins og í Guiding Light þar sem fólk missir minnið og lendir í flugslysum eftir hentisemi handritshöfunda svo hægt sé að endurnýja leikaraúrvalið? ; )

"Like" á boomerangið! Góða skemmtun sæta, bið að heilsaE+K+F!! : ) : ) 

Soffía (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 00:24

2 identicon

æjjjj... haha mosi er svo erfiður...:D jamms, ég myndi örugglega lifa ágætlega af smá kulda, en of mikill hiti myndi drepa mig á örskotsstundu, ef ég væri survivor man...;D annars  myndi ís hjálpa mikið til í of miklum hita... ommnomm

johanna (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 00:52

3 identicon

Hæ, held að heimþráin myndi hverfa skjótt eftir nokkrar mínútur í kuldanum ;)

Ú það er svo gaman á svona mörkuðum!! Væri frekar kúl að koma heim með didgeridoo...kannski svolítið óheppilegt fyrir ferðatöskuna samt, hehe.

Harpa (IP-tala skráð) 26.10.2010 kl. 23:02

4 identicon

Ég hlakka mega til að koma í heimsókn til þín í desember og sjá allt dótið sem þú keyptir (og átt eftir að kaupa) á mörkuðum.. maður getur gjörsamlega misst sig á svoleiðis :D

Annars skil ég þig svooo vel með hitann.. 28°C er bara alveg nóg!

Sjitt þessar sápuóperur eins og Nágrannar eru rosalegar.. mér finnst best þegar einhver persónan er látin deyja en svo einhverjum árum síðar "rís hún upp frá dauðum" og var þá allan tímann í gíslingu einhvers staðar eða eitthvað annað bull :D

Sigrún (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 01:21

5 identicon

@Soffía: Hæ :) Hef reyndar ekki séð Survivor Man, en af titlinum að dæma er það mjög líklegt. Haha, já, alveg eins og með Leiðarljósið, það er alltaf verið að endurnýja og þynna efnið út :) Bið að heilsa til baka :)

@Jóhanna: Já, ís verður mín hjálparhella í hitanum :D

@Harpa: hahha já, er ekki alveg að nenna því að koma m. Didgeridoo með heim, en ég hef séð mini-útgáfur, veit ekki hvort þær virki samt eins vel hehe.

@Sigrún:Haha, já, ég á eftir að heimsækja þennan markað aftur, það er hægt að missa sig í að kaupa alls konar dót. haha já segðu, eða einhver týnist og finnst aftur, aalgert prump :D

Eva María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2010 kl. 11:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband