Leita í fréttum mbl.is

Round two... fight!

Hæ, hæ.

Jæja, þá er ég búin með helminginn af prófunum.. sem sagt eitt af tveimur, hehe.

Var í munnlegu tölfræðiprófi í morgun. Var alveg hrikalega stressuð fyrir það. Munnlega prófið átti sem sagt að fjalla um skýrslu sem ég og tvær aðrar stelpur gerðum, ásamt almennum spurningum út í námsefnið. Það átti að taka 20 min á hvern nemanda auk 10 mínútna þar sem kennarinn og prófdómarinn koma sér saman um einkunn. Fyrst inn var önnur af stelpunum sem skrifaði skýrsluna með okkur. Hún er mjög góð í tölfræði og hefur tekið marga kúrsa í því í heimalandinu sínu. Svo beið ég og beið og svo eftir 45 min (korteri lengur en ætlað var, ég var auðvitað orðin enn stressaðari útaf því)  kom hún svo loks út og beið eftir einkunn. Þegar ég átti að fara inn þá heyrði ég þegar hann tilkynnti einkunnina. Hún fékk 02 í einkunn!!! Ég fékk sjokk. Einkunnaskalinn hérna er frekar skrýtinn, maður getur fengið -03, 00, 02, 4, 7, 10 og 12.  Maður fellur ef maður fær -03 eða 00. En 02 og allt fyrir ofan þýðir að maður hafi náð. Þið getið ímyndað ykkur hvaða áhrif það hafi haft á mig að hún hafi fengið svo lága einkunn og hún átti að heita góð í tölfræði. Mig grunar að það sem hafi orðið henni að (næstum) falli, er að enskan hennar er ekki upp á marga fiska og hún talar mjög hægt, en hún náði allavega.

Svo kom ég inn og þeim (kennaranum og prófdómaranum) fannst merkilegt að ég væri frá Íslandi. Þeir spurðu hvort ég vildi frekar tala á dönsku en ég sagði pent ,,nei, því ég kynni ekki nein tölfræðihugtök á dönsku" (sem var reyndar eins og þið vitið ekki eina ástæða þess að ég vildi ekki að prófið færi fram á dönsku....hehe). Ég var mjög stressuð og þegar ég er stressuð þá tala ég mikið og flissa. Prófdómarinn byrjaði á því að segja að hann hefði haldið matarboð í gær fyrir Íslending sem heitir ,,Gúdlaugúr" og ég sagði strax:,, hahahah do you mean Guðlaugur?" og ég var svo sniðug að segja það svona með þessu kommenti mínu því hann varð pínu pirrípú.  Jæja, svo hélt prófið áfram. Ég var beðin um að segja í stuttu máli frá skýrslunni. Ég gerði það og svo spurðu þeir mig spurninga (mjög erfiðar) og ég svaraði eftir bestu getu. Svo í lokin spurðu þeir hvort ég vildi bæta eitthverju við. Ég spurði þá einnar spurningar, um hvort módelið hefði ef til vill verið betra svona eða svona. Þá svöruðu þeir sitthvorum hlutnum og þeir urðu ósammála sem var frekar vandræðalegt fyrir mig. Þeir fóru þá að ræða um það sín á milli og ég missti einbeitinguna á þeim tímapunkti, kinkaði kolli og hugsaði bara um skútur. En svo sögðu þeir mér að fara afsíðis og bíða á meðan þeir ræddu um einkunnina mína. Svo komu þeir út og sögðu; ,,Your grade is seven". Og ég horfði bara á þá hikandi og spurði hvort það væri gott (ég kann ekki almennilega á þetta einkunnakerfi ennþá). Þá sögðu þeir já og óskuðu mér til hamingju! Ég var samt ennþá eitthvað utan við mig og sagði bara ,,ókei bæ". Gleymdi að taka í hendina á þeim (sýndist þeir báðir horfa á hendina mína og ætluðu að seilast eftir að taka í hendina á mér) en ég strunsaði bara burt hahaha.

Þegar ég kom heim spurði danski meðleigjandinn mig hvað ég hefði fengið í einkunn. Og ég sagði ,,bara sjö :/" og þá sagði hún: ,, vá til hamingju!!" og svaraði bara ,,ó", ég varð hissa.. en ætli ég geti þá ekki bara verið ánægð með sjö hahah. Núna eftir að ég kom heim kíkti ég í ,,student guide" og fyrir einkunnina 7 stendur þetta: For a good perfomance, displaying good command of the relevant material but also some weaknesses", common, þetta var munnlegt tölfræðipróf!!! hahahah :D En með skýrslunni fékk ég lokaeinkunnina 10, sem er næst hæsta einkunninn, úje!!!!

Jæja, þá er það bara næsta próf..... á fimmtudag. Ég nenni ekki að lesa fyrir það.. það er svo mikið efni og mikil efnafræði. O jæja, það kemur bara í ljós hvort ég byrji að lesa í dag hihihi (ég er með svefngalsa).

 

Kv., Eva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha, "við erum öll Jóhanna" :)

Frábært að þér hafi gengið svona vel :) ótrúlega flókinn skali hjá þeim, minnir pínu á stigagjöfina í Eurovision!! 

Gangi þér vel í næsta prófi, skemmtileg vísun í Tekken í fyrirsögninni...eða er það ekki...lalala :)

Harpa (IP-tala skráð) 31.10.2011 kl. 23:38

2 identicon

Flott hjá þér, til hamingju!

Elli (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 08:47

3 identicon

Glæsilegt!!! Er mjög svo stolt af þér!!

Heiðrún (IP-tala skráð) 1.11.2011 kl. 09:52

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

"við erum öll Jóhanna" ? hehe ég ekki skilur.

En jú, e-r bardagaleikur, ekki Tekken samt ;)

Eva María Guðmundsdóttir, 1.11.2011 kl. 17:54

5 identicon

Pff , eins og ég sagði þér, þá áttu eftir að rúlla þessu upp eins og vanalega. Ánægður með "ókei bæ". Round two fight er líka úr Mortal Kombat sko *lyftuppgleraugumeðnördasvip*

Valur (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 00:30

6 identicon

Haha, þetta minnti mig bara á Jóhönnu þegar þú varst að tala um að taka í hendina á prófdómurunum í skólanum :o) aha svoleiðis, hef bara spilað Tekken!

Harpa (IP-tala skráð) 2.11.2011 kl. 06:01

7 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

Aaa já, mortal kombat!!!

já, Harpa, hehe hefði átt að fatta ;)

Eva María Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 09:36

8 identicon

Vááá snilli! Til hamingju :D

Sigrún (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband