Leita í fréttum mbl.is

Farin að setja rauðbeður á brauðið...

Hæ,hæ.

Seinasta prófið mitt var í gær, í eiturefnavistfræði. Ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega. Danirnir eru með öðruvísi kerfi en við þegar kemur að prófum. T.d byrjaði prófið í gær klukkan 9 (um morguninn) en stofunni var lokað korter í níu, svo maður þurfti að vera mættur mjög tímalega. Þetta var skriflegt próf svo við fengum prófarkir, og hver örk var í fjór-riti! Fyrsta blaðið var hvítt (frumrit), og þegar maður skrifaði á það þá afritaðist á fjögur blöð fyrir aftan; eitt gult, eitt rautt og eitt blátt! Maður gat fengið eins mikið af þessum örkum og maður vildi, en ég þurfti að skrifa blaðsíðutöl á arkirnar. Svo þegar ég hafði lokið við prófið þá þurfti ég að stafla saman blöðum eftir lit og setja í sérstakar arkir. Eitt umslag fór til kennarans, annað til prófdómara og ég held það þriðja til skólans, en það fjórða fékk maður sjálfur að eiga og taka með heim! Mér fannst það skrýtið að geta tekið afrit af því sem ég skrifaði í prófinu með mér heim!

Ég naut þess að sofa út í morgun... en það skrýtna var að þegar ég vaknaði fannst mér í smástund ég vera heima á Íslandi! En svo fattaði ég að ég var ekki heima og ég varð fyrir svolitlum vonbrigðum...hehe.

Ég fór niður í bæ í dag til þess að stofna danskan bankareikning. Ég kemst ekki lengur upp með að hafa ekki reikning hérna þar sem að það er mun auðveldara og ódýrara að geta borgað leiguna á netinu og svo er frekar dýrt að taka út pening í hraðbanka af íslenska kortinu. Svo... ég lét verða af því í dag, en það kostar því miður 7.000 ísl.kr að stofna reikning :/

Svo kíkti ég að gamni í Magasin, sem var við hliðina á bankanum, og vá hvað það er allt dýrt þar, ég var fljót að fara út aftur haha. 

Ég var með svaka plön um helgina að vinna í grein og laga skýrslu og undirbúa mig fyrir næstu skólaviku..... en ég er ennþá svo þreytt eftir vikuna að ég held að ég slappi bara af.... ég held að ég eigi það líka skilið :)))


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ,

Gott að heyra að prófin séu búin í bili. Héðan er allt í þessu fína. Freyja er rétt í þessu búin að skríða inn í eldhúsið sitt og er föst. Henni var nær!!

Hlökkum til að sjá þig, knús, K og F.

Kristbjörg og Freyja (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 15:34

2 identicon

Til hamingju með próflok mín kæra :)

Sigrún (IP-tala skráð) 6.11.2011 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband