Leita í fréttum mbl.is

Panic room!!!!!

Ég er að fara yfir um af stressi.....

Ég var stressuð fyrir vegna verkefnaskila... en ég fékk í dag tvö email sem gerðu útslagið!
Andlegt ástand mitt þessa stundina er það alvarlegt að mér datt í hug að ,,létta á mér" hérna á blogginu... hehe.

Þið munið kannski að ég var að strita við að skrifa greinina um svefnrannsóknina áður en ég fór út, en vegna tímaskorts tókst mér ekki að klára hana. Í dag hafði ritstjóri tímaritsins samband við mig til að rukka mig um greinina....

Seinna emailið var ennþá verra!!!! Það var frá kennaranum í tölfræði sem sagði að í næstu viku verður okkur úthlutað heimapróf sem við þurfum að skila í þarnæstu viku (sem sagt þegar ég er heima á Íslandi!!) sem þýðir að ég verði að vinna í verkefninu meðan ég er heima..........

Auk þess eru skýrsluskil í næstu viku.... tvær stórar skýrsur takk fyrir!!!

Og hvað gerir mín til að takast á við þetta?
Jú.. hún fer í ferðalag á morgun með Erasmus til suður-Fjónar!!!

HA HA ha ha... ha...... sniff.

Edit:
Tölfræðifyrirlesturinn gekk ágætlega...... en það hefði verið ljúft ef stressið hefði ekki haft sín áhrif og alveg viku fyrir fyrirlesturinn.

Hmm....... ég er alltof stressuð vegna þessa skóla miðað við þessa færslu.... er ekki málið baaaaara að slá þessu upp í kæruleysi? :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jú sláðu þessu upp í kæruleysi, og hættu að vera stressuð, lífið er of stutt til að eyða því í eitthvað rugl :D

Valur (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 03:50

2 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

aaa, það er sko satt! :)

Eva María Guðmundsdóttir, 9.10.2011 kl. 11:13

3 identicon

Jú, slepptu því :)

Elli (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 08:50

4 identicon

Úff, skil að þetta sé stressandi.. En hef fulla trú á því að þú massir þetta og standir þig frábærlega! Áfram þú, gangi þér vel!

Soffía (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband