Leita í fréttum mbl.is

Halløjsa!

Hæ, hæ.

Ferðin í gær til Svendborg var æðisleg!

Við tókum lest frá Odense til Svendborg (um 40 min).
Þá leigðum við hjól (ég var sú eina skynsama með hjálm, með öðrum orðum ég var eini töffarinn!!!!) og hjóluðum til minni eyjar sem heitir ,,Tåsinge".
Það var gaman að hjóla, en brekkurnar voru margar og brattar og það var ekki alveg mín sérgrein að hjóla upp þessar brekkur....

Við skoðuðum kirkju og kastala í Tåsinge. Við fórum upp í kirkjuturninn og virtum fyrir okkur frábæru útsýni, alla leið til Þýskalands.

Svo hjóluðum við til baka til Svendborg. Svendborg er æðislega fallegur hafnarbær! Ég veit ekki hvort að sjávarloftið hafði þau áhrif á mig (sem ég sakna að heiman) en ég varð ástfangin af þessum litla og krúttlega bæ. Svo hljóðlátur og friðsæll, með fallegum litlum litríkum húsum (þó að það hafi verið laugardagur, þegar flestir slappa af, var bærinn extra hljóðlátur). Svendborg er annars þekkt fyrir að vera mikill skipasmíða-bær!

Við fengum okkur svo að borða á hlaðborði í Svendborg. Það var ekta týpískur danskur matur, rauðbeður og flödeskum með öllu..! hehe.

Set inn þrjár myndir með færslunni. (P.s. setti inn fullt af myndum inn á facebook!).

Jæja, nú þarf maður að fara að læra... eða svona einhvern tímann á næstunni helst... hóst. :)

Ééééég get ekki beðið eftir því að koma heim!!!!
Minna en vika þangað til!

Knús, Eva.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, ekkert smá krúttlegur bær og götur :)

Harpa (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 17:15

2 identicon

Æði, hljómar ekkert smá vel :) Og ánægð með þig að hafa hjálm!

Sigrún (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 12:26

3 identicon

Hæ hæ

Já ég hef einmitt komið til Svendborg, minnti endilega að fólkið hefði talað svo skringilega þar...svona bland af dönsku og þýsku. Fínar myndirnar. Hlökkum mikið til að fá þig heim.

Knús, Kristbjörg.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 12:49

4 identicon

Jeij! Hlökkum til að fá þig! Svaka fín mynd af þér :)

Heiðrún (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband