Leita í fréttum mbl.is

Síðustu dagar... hóst.

Hæ, hæ!!

Vá, ég trúi því ekki hvað það er langt síðan ég bloggaði seinast.. sussu!

En megin ástæða þess er að ég er búin að vera lasin.. með eitthverja fáránlega pest sem gengur í sveiflum... þessi vika var sú versta hingað til, en ég þurfti að fara fyrr heim úr skólanum í gær og ég mætti ekki í fyrirlestra í morgun þar sem ég treysti mér ekki til að hjóla í kuldanum (það var kalt og rakt í morgun). Ég er búin að vera að hósta eins og brjálæðingur í rúma viku....ég held að þetta fari batnandi núna, en ég vona það því ég hef alls ekki tíma til að vera lasin... í næstu viku held ég fyrirlestur og svo þarf ég að skila tveimur stórum skýrslum fyrir október-hlé-ið.

Seinustu helgi fór ég í dýragarðinn hérna í Odense, það var mjög gaman. Ég fór með tveimur stelpum frá Suður-Kóreu og tveimur öðrum stelpum frá Frakklandi. Það fyndna var að ég varð einhverra hluta vegna skipaður leiðsögumaður, en ég var sú eina sem vissi hvernig ætti að fara í dýragarðinn (þrátt fyrir að hafa aldrei farið þangað áður...) og svo leiddi ég hópinn í gegnum dýragarðinn!!!
En ég sá sækýr í fyrsta skipti.. það var áhugavert! Það borgaði sig að vera líffræðinemi, en líffræðinemar við háskólann minn fá ókeypis aðgang :D Dýragarðurinn var bara mjög flottur.

Veðrið er búið að vera æðislegt.. núna er glampandi sól og 20°Chiti... þá er svo týpískt að vera kvefuð!!!

Seinasta mánudag var samkoma í ráðhúsinu þar sem borgarstjórinn í Odense bauð okkur alþjóðlegu stúdentana velkomna. Hann talaði í heilar 2 mínútur og þá var boðið upp á samlokur og fleira. Flestallir mættu bara til að fá ókeypist mat.. heheh (ég þar með talin!).

Seinasta þriðjudag fór ég á ,,Danish movie night" með Erasmus fólkinu. Við horfðum fyrst á Blinkende Lygter (sem ég var reyndar búin að sjá 3var...) og svo fengum við okkur pizzu og töluðum um myndina. Evrópubúarnir (þar með talin ég) hlógum að svarta húmor Dananna... Asíubúarnir fengu hins vegar menningarsjokk! Ég er ekki að grínast, þeim var virkilega brugðið og þau skildu ekkert í neinu. Seinni myndin var svo De grönne slagtere, sem ég var líka búin að sjá áður, og þar sem hún er virkilega ógeðsleg ákvað ég að fara heim (ásamt Asíubúunum haha). Ég varaði fólk við því að hún væri ógeðsleg, og það var mér mjög þakklátt eftir á að hafa fengið þá viðvörun!!!!

Ég ákvað að hætta í dönsku kennslunni og það getur verið að ég fái að taka þátt í talþjálfun með sænsku og norsku fólki. En ég byrja þá eftir hlé-ið í október.

Ég verð ein heima um helgina. En það skiptir litlu máli þar sem að þessi helgi fer mest í lærdóm!!!! Eða ég vona að ég verði dugleg....! Ég er frekar þreytt eftir vikuna, en ég hef sofið mjög lítið vegna hóstakasta á nóttunni seinustu 5 nætur. Ég vona svo innilega að þetta fari fljótlega.. er komin með harðsperrur í augun af því að hósta svona mikið hehehe.

Jæja, ég ætla að drífa mig í Nettó áður en þeir loka.... reyni að vera duglegri að blogga :)
PS. set inn mynd hérna af hjólinu mínu f. áhugasama!!! :)

Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi dúllan mín! Leiðinlegt að heyra að þú sért búin að vera svona lasin og vonandi fer þér að batna!! Ekki gaman að vera veik í útlöndum :(  Ég bætti þér við á skype í morgun. Reynum að tala saman við fyrsta tækifæri! Knús- og batakveðjur í massavís frá okkur öllum.  PS Júlli litli er alltaf að suða um að fá að sjá myndir af "Eumajíu" í tölvunni, og svo um daginn að þá hittum við mömmu þína á Ásó, og þá sagði hann strax "Eamajía" og rauk af stað inn í stofu til að hitta þig, en skildi svo ekkert í því þegar ég sagði honum að þú værir ekki þar. Svo krúttlegt :)

Heija frænka (IP-tala skráð) 29.9.2011 kl. 23:21

2 identicon

Láttu þér batna Eva mín!

p.s. flott hjól :)

Valur (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 00:35

3 identicon

Gaman að lesa bloggið, láttu þér batna fljótt.

Heyrumst,

Elli (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 08:59

4 identicon

Úje kúl hjól ;) gula dótið á því lítur út eins og eldur!!

Harpa (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 17:14

5 identicon

Kóreustelpurnar eru líka örugglega með blogg.  Þær skrifa eflaust að stelpan frá Íslandi hafi bjargað þeim frá að horfa á hræðilega danska hryllingsmynd sumsé grænu slátrarana.  Það var nógu erfitt hjá þeim að sofna eftir að sjá "blinkende lygter"  Þær ráða sennilega ekki við að sjá Ronju ræningjadóttur!

YNWA  Pabbi

Pabbi (IP-tala skráð) 30.9.2011 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband