Leita í fréttum mbl.is

Helgi nr. 4!!!!!

Hæ, hæ.

Í gær á leiðinni heim úr skólanum varð ég næstum vitni að slysi. Bíll keyrði á hjólreiðamann sem var fyrir aftan mig!!! Ég segi að ég hafi næstum verið vitni að slysinu því að ég sneri auðvitað bakinu í atvikið en heyrði áreksturinn og leit strax við og sá það gerast að eitthverju leyti. Hjólið var í rétti, en bíllinn var að koma af hliðargötu og greinilega leit ekkert eftir hjóli og brunaði yfir hjólabrautina án þess að líta. Hjólreiðamaðurinn féll kylliflatur á stéttina. Hann lá fyrst hreyfingarlaus. Mér leist illa á þetta svo ég fór til baka til að athuga með hann og ætlaði að hringja í 112, en þá stóð hann sjálfur upp og fór strax að klæða sig úr jakkanum til að athuga hvort það væri blóð á handleggnum sínum. Hann hefur pottþétt fengið smá höfuðhögg miðað við hvernig hann datt.. hann var ekki með hjálm!! Ég er alltaf með hjálm og er að reyna að dreifa boðskapnum hérna meðal þeirra sem ég þekki en það gengur því miður ekki alltof vel. En sem betur fer slasaðist hann ekki neitt alvarlega og maðurinn sem keyrði bílinn kom til hans að huga að honum auk fleira fólks.

Í gær var partý fyrir alla nemendur skólans, haldið í skólanum sjálfum!!! Skólanum var breytt í partýstað og það var skrýtið að vera í skólanum eftir miðnætti með diskóljósum, teknótónlist og börum....! Ég ákvað að vera rosalega sniðug og koma með mitt eigið áfengi (alveg eina heila dollu...) og hafði það í töskunni minni. Svo sé ég að við innganginn eru verðir sem kíkja ofan í töskur. Mér leist ekkert á það og heldur ekki vinum mínum sem höfðu einnig komið með sitt eigið.. en talsvert meira en ég auðvitað. Við fengum þá þessa snilldarhugmynd að fela booze-ið úti bakvið vegg og fara inn með ,,tómar" töskur, fá armbandið (,,miðann") og fara út á öðrum stað skólans og ná í okkar drykkjarföng... og viti menn það tókst! :D

Kvöldið byrjaði á drykkjuleikjum, fyrst var ég ekkert rosalega hress með það en það var bara gaman, fórum í eitthverja fáránlega leiki þar sem maður gerði sig að fífli haha. Ok, svo ákváðum við að kíkja á dansgólfið... (mér til mikillar ánægju því eins og þið vitið eeeeeelska ég teknó!!). En ég hélt sem sagt á mínum drykk og þá koma tveir verðir, stoppa mig, og segja á dönsku að það sé stranglega bannað að vera með eigin drykki á ballinu.... og ég þóttist ekkert vita, var eins og heimskur útlendingur og sagði bara sorry?.. Þeir tóku hann af mér og ég var skíthrædd um að þeir myndu hringja í lögguna eða eitthvað... en ég ,,slapp", haha, var svo vitlaus að halda að það yrði eitthvað mál úr þessu, en það voru mjög margir sem lentu í því sama. Svo var dansað smá... ég hitti nokkra í fyrsta skipti, t.d. fólk frá Kóreu, Frakklandi og Búlgaríu og ég er ekki að grínast en allir spurðu mig hvort Íslendingar töluðu ensku sem móðurmál!!! Ég er svo barnaleg kannski en ég hélt að það væri kommon sense að íslenska er okkar móðurmál!! :)

Ég veit ekki alveg hvað ég geri um helgina... reyni að læra allavega... :)

Heyrumst.

Eva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægð með þig!!! Ég nota líka alltaf hjálm, ein af fáum!!

Haha, snilld með "áfengið í runnanum" :) eitthvað svo danskt! Alltaf gott að eiga trompið "ég er útlendingur" :) kann mögulega að hafa notað það líka hehe. 

Fyndið þetta með íslenskuna, hér heldur fólk líka að við tölum ensku og finnst held ég pínu fyndið að það sé til íslenska, einn hélt nú líka að ég væri að djóka þegar ég sagðist vera frá Íslandi!!!

Gangi þér vel að læra, ég er einmitt að gera tilraun til að gera slíkt hið sama....hehe! Heyrumst :)

Harpa (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband