Leita í fréttum mbl.is

Snemmbúin heim-sóknarferð

Hæ, hæ.

Ég hef fréttir að færa.... ég fæ 2 vikna hausthlé í október (sem er reyndar líka upplestrarfrí) og ég ákvað að skella mér á flugmiða heim þann 14. okt og verð í 10 daga, eða til 24. okt.!! Flestir sem ég þekki ætla einmitt heim til sín í fríinu og ég ákvað að gera hið sama þar sem að jólafríið mitt er svo lélegt (en þá get ég bara komið heim í tæpa viku!). Ég náði að festa kaup á næst seinasta sætinu fyrir daginn sem ég kem heim, þ.e. af þeim sætum sem voru ódýrust!!

Annars er lítið annað að frétta... en ég hef eina skondna sögu að segja :D

Ég var að tala við spænska stelpu, sem er líka líffræðingur, um verkefnið sem ég gerði seinasta sumar, þ.e. svefnrannsóknina. Ég sagði henni að ég hefði verið að athuga svefn hjá hjúkrunarfræðingum, þ.e.  ,,nurses" og hún svaraði: ,,jááááá, er það ekki einhver tegund sem lifir í sjónum"? :D

Kv., Eva María.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hlökkum til að sjá þig :)

Elli (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 08:51

2 identicon

HaHa,

eru ekki "nurses" þurrlendisfiskar?

Kv.  Pabbi.

Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 09:16

3 identicon

Hahahaha, hvernig leiðréttirðu þetta, hehehehehe :)

Harpa (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 17:43

4 Smámynd: Eva María Guðmundsdóttir

hehe ég reyndar hló fyrst eins og vitleysingur og útskýrði svo hvað ,,nurse" þýðir ;)

Eva María Guðmundsdóttir, 17.9.2011 kl. 17:59

5 identicon

Húrra fyrir heimferð, hlakka mega til!

Haha við hjúkkur erum klárlega sérstök tegund.. þó ekki sjávardýr :D

Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband