Leita í fréttum mbl.is

Hmm.. venjulegir dagar í Odense?

Enn og aftur trúi ég því ekki að það séu liðnir 4 dagar síðan ég bloggaði seinast.... en það er bara ágætt svo sem að tíminn líði hratt því þá hef ég ekki tíma fyrir heimþrá... þó ég sakni ykkar allra nú þegar..!InLove (Ég er líka farin að sakna alvöru ísbúða... mig dreymir um Ísgerðina.. haha). Crying

Ég hef svo sem ekki margt að segja þar sem dagarnir hafa einkennst af skóla og mjög svo hversdaglegu lífi.... en ég held að það sé kominn tími á eitt kjánastrik að hætti Evu Maríu.... hér kemur eitt. sem gerðist fyrir mig í dag....Pinch

Á leiðinni heim úr skólanum ákvað ég að koma við í Nettó. Ég þurfti bara að kaupa smotterí og dreif mig á kassa... svo var afgreiðslukonan búin að ,,bípa" allt, þ.e. með strikamerkin og sagði upphæðina, ég rétti henni 100 kr (danskar auðvitað) og á meðan ég var að bíða eftir að fá afganginn til baka raðaði ég öllu í pokann... og leit svo upp en þá sá ég að hún lokaði peningakassanum og labbaði burt án þess að segja neitt... það fannst mér nú skrýtið þar sem að ég átti eftir að fá afganginn sem voru nú heilar 39 kr!! Þannig að ég ákvað að bíða auðvitað, en það var enginn á eftir mér á kassanum. Svo var ég örugglega búin að bíða í tæpar 10 mín og fannst þetta orðið frekar skrýtið en ekkert bólaði á afgreiðslukonunni. En á meðan var afgreiðslumaður örugglega búinn að afgreiða 6 manns á hinum kassanum á meðan. Mér leist ekkert á þetta svo ég spurði afgreiðslumanninn á hinum kassanum hvert afgreiðslukonan hefði farið... ég ætti eftir að fá afganginn til baka.... hann horfði á mig hissa og kallaði eftir henni í hátalarakerfinu... þá kom hún hlaupandi, rennandi sveitt... og ég sagði við hana (frekar pirrípú auðvitað) ,,þú átt eftir að gefa mér afganginn til baka!!!!!" Þá benti hún á afgreiðsluborðið þar sem hún hefði sett afganginn og kvittunina, en það er lítil skál ofan á þar sem afgangurinn er oft settur... en ég hafði ekkert tekið eftir því af því að ég var að raða í pokann. Svo ég skammaðist mín frekar mikið, var búin að beina athyglinni að mér með því að láta kalla hana upp og tefja 2 afgreiðslumenn.. svo ég sagði bara pent ,,sorry" tók afganginn og strunsaði út með eplarauðar kinnar og leit ekki aftur en fann hvernig allir horfðu á mig... Blush

Annars er bara allt ágætt að frétta. Vonast til að heyra í ykkur sem flestum á Skype!

 Kv.,Eva.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glúbb,

mundu bara að sinn er siður í landi hverju.  Þetta gerist aldrei aftur!  Ég hef lent í verri aðstæðum en þetta kunnandi ekki á kerfið í hverju landi.

Kv.

Pabbi

Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 21:08

2 identicon

Hahahaha snilld :) það er fátt jafnskemmtilegt og Evu-sögur!!

Harpa (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 02:03

3 identicon

Nett(ó) skondið

Elli (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband