Leita í fréttum mbl.is

Erfið skólavika!

Ég trúi því ekki að það séu fimm dagar síðan ég bloggaði seinast... mér finnst eins og það hafi verið í gær!

Annars er allt ágætt að frétta af mér. Það var mjög mikið að gera í skólanum þessa vikuna og ég er eiginlega frekar ánægð að hún sé búin. Ekki það að færri klukkustundir í skólanum taki við í næstu viku... heldur er gott að vera komin svolítið inn í hlutina, þ.e. að vera búin að læra að þekkja inn á hitt og þetta í sambandi við skólann.

Seinasta þriðjudag var farin ferð til stöðuvatns þar sem sýni voru tekin allan daginn (fyrir fag sem kallast vatnavistfræði). Það var mjög gaman og ég var í skemmtilegum hópi, við fengum að vera í vöðlum og vera úti á árabátum o.fl. skemmtilegheit :) En sá skóladagur var frá 8 um morguninn og ég var ekki komin heim fyrr en að verða hálfníu um kvöldið! 

Ég var svo þreytt í gær þegar ég kom heim að ég sofnaði ,,óvart" um klukkan þrjú leytið og vaknaði rétt fyrir klukkan sjö um kvöldið við það að annar meðleigjandinn var að banka á hurðina hjá mér! Ég meira að segja svaf af mér svaka þrumuveður! Samt sem áður gat ég sofnað kl. eitt og átti erfitt með að vakna klukkan tíu í morgun...!

Í dag fór ég í göngutúr í ,,hina áttina" frá íbúðinni, þ.e. í þá átt sem ég hef aldrei farið þar sem að bæði búðir, miðbærinn og skólinn eru í þá átt sem ég hef alltaf farið frá húsinu. Í þeim göngutúr uppgötvaði ég mér til mikillar ánægju að það er skemmtilegur göngustígur meðfram ánni rétt hjá húsinu mínu og grasagarður þar rétt hjá :) Ég setti inn fullt af myndum á facebook!

Þetta verður annars skrýtin helgi þar sem að ég verð ein heima... sniff! Danska stelpan fór heim til foreldra sinna yfir helgina og pólska stelpan fór heim til Póllands í tæpa viku. Þannig að ég er frekar einmana hérna í kotinu.. haha.

Helgin verður nýtt til þrifa, þvotta, og vonandi lærdóms!

Góða helgi!

Eva.

PS! Setti inn nýjar myndir hér á bloggið!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ,

myndirnar úr "hinni" áttinni eru skemmtilegar.  Lítur út eins og sveitasæla.

Kv.  Pabbi.

Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 11.9.2011 kl. 21:22

2 identicon

Húrra fyrir myndum :D

Sigrún (IP-tala skráð) 13.9.2011 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband