Leita í fréttum mbl.is

Rok og rigning....

Hæ, hæ.

Það er búið að rigna næstum non-stop í dag og gær. Það er í rauninni búið að vera ekta íslenskt veður seinustu daga: rok og rigning. Það er líka búið að vera rosalega kalt og maður hefur þurft að vera í peysu, síðbuxum og kápu. Það var meira að segja þörf fyrir vettlinga og húfu í dag... en mér datt ekki í hug að koma með það með mér hingað! Það var sagt í fréttunum áðan að það hefur ekki verið svona kalt hérna í 15 ár!!

Ég, Kristbjörg og Freyja fórum samt niður í bæ í dag og skoðuðum Yarra ána sem rennur í gegnum Melbourne. Við fórum líka í grasagarð sem er stór og flottur en svo þurftum við að flýta okkur heim vegna veðurs. Á morgun á að vera 16°C sem þykir kalt og svo á að rigna líka. Nú er mig bara farið að lengja eftir ástralska sumrinu....!

Vona að það sé betra veður á Íslandi...!

 Kv., E-Maíja, ofurbloggari :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að létta þér veðurlundina, að þá er ekkert betra veður hér - rigning og rok :)
Knús og koss xox

Heija frænka (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 20:40

2 identicon

Hehehe, kaldasta sumar í 15 ár! Dæmigert þegar það eru bara sumarföt í ferðatöskunni :)

Harpa (IP-tala skráð) 17.10.2010 kl. 01:25

3 identicon

:P, svipað veður og hérna, búið að vera rok og rigning síðustu daga og alveg hellirigning meiri segja. Samt búið að vera ágætlega heitt á íslenskan mælikvarða í október :P. En fyndið að fara til Ástralíu þegar það er að koma sumar en samt bara hundleiðinlegt veður og kalt :S. Eitthvað sem maður býst ekki við og auðvitað tekur maður ekki með sér úlpu og húfu :P.

Herdís Eva (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 14:00

4 identicon

Úff það er svooo kalt hér núna.. getur huggað þig við það :) En ég skil þig vel, ekki beint gaman að þurfa að fara að fjárfesta í húfu og vettlingum um leið og þú kemur út hehe..

Sigrún (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband