Leita í fréttum mbl.is

Ruglumbugl

Hæhó.

Það er búið að vera óvanalega ,,kalt" og skýjað seinustu daga og á að vera þannig eitthvað áfram næstu daga.

Ég og Freyja fórum saman á ,,litla róló" og lékum okkur saman í dag. Freyja er svo skemmtileg og það eru nokkrir gullmolar á dag. Eitt af því fyndnasta er að hún sagði við mig fyrir nokkrum dögum: ,,Eva er með fuglahár". Það var ógeðslega fyndið og við höfum verið að reyna að komast að því hvað fuglahár sé t.d. með því að spyrja Freyju hvort hinn og þessi sé með fuglahár og það sem við komumst næst var að fuglahár var dökkt hár. Mér datt nú samt í hug að fuglahár væri hár eins og á fuglahræðu en ég tók því bara sem hrósi að ég væri með fuglahár þangað til annað kæmi í ljós.

Svo í gær þá er Freyja að fikta á hárinu mínu og ruglaði hárinu smá. Þá sagði Freyja: ,,Eva með fuglahár!" og svo slétti hún úr því og sagði svo : ,,Eva ekki með fuglahár". Svo fuglahár er ,,ruglað-hár" :D Ég þarf víst að fara að greiða mér meira og betur.....! hehe.

Ég er búin að kíkja niður í bæ sem er stór og skemmtilegur.. fullt af skemmtilegum búðum. Ég hef samt ekki keypt mér mikið en það er ekkert ódýrt hérna fyrir Íslending að versla! Svo eru spes búðir eins og ,,cup-cake-bakery" og Lind kaffihús :D

Ég hef verslað mat nokkrum sinnum með E+K+F í supermarket hérna rétt hjá. Í dag sagðist ég þurfa að fara að versla smá og ætlaði að rölta þangað eins og nokkrum sinnum áður. Ég var aaaaalveg viss um að ég myndi rata en áður en ég vissi af var ég komin í eitthverjar ógöngur. Svo í staðinn fyrir að stoppa og líta í kringum mig nervös með túristakort ákvað ég að labba áfram þar til ég rambaði á 7-Eleven. Þar fór ég inn og ætlaði bara að kaupa smotteríi til að fara ekki tómhent til baka þar sem ég gat ómögulega áttað mig á hvar supermarket-inn var. Ella og Kristbjörgu var ekki lítið skemmt yfir þessari fýluferð minni og að ég hefði ekki ratað..

Ég hef svo sem ekki meira að segja í bili... en ég er búin að bæta við 4 myndum í myndaalbúmið, m.a. af páfagauknum sem ég sá-hann heitir víst ,,rauðrassa graspáfi" hehehe :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vááááá þú ert duglegasti bloggari í heimi! Vel gert kona góð :)

 Æji sögurnar af Freyju eru svo fyndnar.. skemmtilegt barn :) En frábært að þú ert byrjuð að setja inn myndir á fullu, ætla að vinda mér í að skoða!

Sigrún (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 12:53

2 identicon

red ass pope;d hahahahaha ÉG var samt einu sinni í amsterdam og átti að fara á sporvagnastöðina sem var bara rétt hjá en þegar ég var komin út vissi ég ekkeert í hvaða átt ég átti að fara... ég horfði í allar áttir og þær litu allar eins út... hehe

jóhanna María Einarsdóttir (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 13:03

3 identicon

Gaman að lesa bloggið hjá þér :) Hún er svo mikið krútt hún Freyja, það verður gaman að hitta hana :)  Bið að heilsa, knús

Íris frænka (IP-tala skráð) 14.10.2010 kl. 15:55

4 identicon

Hehe, aww en sætt það sem Freyja sagði. Mmm cup-cake bakery hljómar mjög vel, ætli ég fengi 50% afslátt á Lind kaffihúsi...hehe. Já, fyndið hvað það er auðvelt að rata þegar maður er með einhverjum, svo snýst allt við um leið og maður ætlar eitthvert einn ;)

Harpa (IP-tala skráð) 15.10.2010 kl. 20:14

5 identicon

@ Jóhanna: hehehe hann heitir reyndar: Red rumped parakeet :D

@Harpa: Já, haha mér datt líka í hug hvort þú myndir ekki fá afslátt :)

Eva María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2010 kl. 10:06

6 identicon

Haha , minnir mig á þegar við Hörður vorum úti á Spáni. Sáum þessa fínu verslun einhversstaðar nálægt hótelinu (vorum í rútunni á leiðinni frá flugvellinum). Fórum svo bara svona hálftíma síðar að leita að búðinni til að kaupa vatn og svona smotterí. Löbbuðum þarna um allt og fundum hana hvergi :S, löbbuðum alveg risahring og römbuðum svo loksins á búðina. Litum svo upp og þar var hótelið í baksýn :P, sem sé í staðinn fyrir að labba 3 km hefðum við getað labbað 100 m :P. Ótrúlegt hvað maður verður áttavilltur á stað sem maður þekkir ekki.

En þú ert alveg ótrúlega duglegur bloggari ;)

Herdís Eva (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband