Leita í fréttum mbl.is

Hæhæhæ

Mér hefur borist formleg kvörtun vegna blogg-leysis.

Ég bið ykkur, dyggu lesendur góðir, afsökunar (hæ pabbi, hér er blogg :D).

Blogg-leti mín er ekki vegna annríkis! Kannski þess vegna sem að ég hef ekki skrifað lengi, svo lítið að frétta... þangað til í dag! :)

Í dag komst ég að því að ég get tekið þetta eina próf heima í janúar, svo að ég get verið heima allan janúar (þar sem að þetta próf var það eina á dagskrá fyrir janúar mánuð, seinni önnin byrjar ekki fyrr en 30 janúar). Svo fljótlega mun ég reyna að breyta miðanum aftur til Köben frá 2. janúar til 27. eða 28. janúar :) 

Ég fæ sem sagt að taka prófið við Alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands, það eina sem þarf að gera er að senda prófið þangað og aftur út að prófi loknu og tengiliður minn hjá Alþjóðaskrifstofunni við HÍ sér til þess að ég þreyti prófið á réttum tíma og fái enga utanaðkomandi hjálp.

Svo ég verð heima mestallan janúar :) En prófið er þann 12. svo ætli ég verði ekki að vera dugleg að lesa fyrri hluta janúar. Eða segjum frá 3. janúar þegar maður er svona að klára að melta seinustu leifarnar af jólamatnum :D EN ég tek mér frí alveg yfir hátíðarnar, svo örvæntið eigi!

Ég fór á jólamarkaðinn seinasta laugardag-það var gaman að sjá alla í jólaskapi (það er greinilega hefð fyrir því að allir dressi sig upp eins og í gamla daga, syngi jólasöngva og fari um á hestum í miðbænum-til að upplifa jólin í gamla daga líkt og var á dögum H.C. Andersens-enda markaðurinn nefndur jólamarkaður H.C. Andersen! Ókosturinn við þessa heimsókn í markaðinn var sá að það var grenjandi rok og rigning.. ég fann ekki f. puttunum mínum þegar ég kom heim! En frönsk vinkona mín vildi endilega að við fengjum okkur crépes, ég smakkaði það í fyrsta skipti, með sykri og sultu... það var ótrúlega gott!! (Fyrir þá sem ekki vita hvað crépes er þá er það líkt og pönnukökur :). Ég setti innn myndir frá jólamarkaðinum (undir myndaalbúm-Odense) og eitt video af kór syngja hérna á færsluna:)

Ég er búin að ákveða kúrsa fyrir næstu önn (þ.e. valkúrsa). Ég mun að öllum líkindum taka Advanced ecotoxicology (reyndar Ph.d. kúrs, er að bíða eftir leyfi fyrir því að fá að taka hann) og svo Field course in geobiology-getið hvar hann mun fara fram... á Íslandi!! haha. Fyrstu tvær vikurnar í ágúst og það mun vera á svæðinu hjá Henglinum.

Ég er í fríi á morgun og föstudag þar sem að kennarinn er á ráðstefnu erlendis! Júhú :) Ég ætla að "reyna" að nýta tímann í eitthvað gagnlegt... sjáum hvað setur.. hehe.

Það er pínu kalt... en ekkert miðað við tölurnar sem ég hef séð fyrir Ísland..!!! Ég vona samt að snjórinn fari að koma því þá hef ég afsökun til að spreða peningum í strætó :D Og svo er ég komin með leiða á rigningunni...

Annars er lítið annað að frétta!

Nema danski meðleigjandinn er með gest frá Finnlandi í viku eða þangað til á sunnudaginn... það er frekar strembið þegar fjórar stelpur (í stað þriggja eins og vanalega) deila saman einu baðherbergi....... =biðröð á morgnana :/

Jæja, þetta var allt í bili :)

Kv., Eva María.

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, loksins blogg.  Gaman að heyra með prófið.  Jólalegar myndir frá jólamarkaðnum í Odense.

Pabbi (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband