Leita í fréttum mbl.is

Melbourne Zoo og Tim Burton Exhibition

Hæ,hæ.

Héðan er allt gott að frétta.
Í gær fórum við (ég, Kristbjörg og Freyja) í Melbourne Zoo. Það var rosalega gaman og ótrúlega gaman að sjá Kóala sem svaf svo sætt og kengúrurnar. Svo voru tveir ,,baby elephants" sem að Freyja hlakkaði svo mikið til að sjá. Svo þegar við vorum búnar að sjá litlu beibí fílana þá sagði Freyja: ,,Freyja happy!". :)

Í dag fór ég og Kristbjörg á Tim Burton sýningu niðrí bæ. Það var verið að sýna fullt af leikmunum, brúðurnar úr t.d. Nightmare before Christmas og búningana úr Batman Returns og Edward Scissorhands og margt margt fleira. Það var samt frekar fúlt að það var stranglega bannað að taka myndir. Svo ætlaði ég að stelast til þess og tók því flassið af en myndin kom hörmuglega út en það var frekar dimmt yfir í sýningarsölunum en Tim Burton er nú ekki þekktur fyrir björt þemu eða skæra liti... En ég gat tekið nokkrar myndir fyrir utan-af Batman bílnum -veivei :)

Ég rata nú ekkert alltof vel hérna en þetta kemur smátt og smátt..!
Íbúðin er fín en það er pínu skrýtið að vera svona ein í íbúð í útlöndunum......
Ég hef ekkert haft tíma í að skoða sundlaugina eða líkamsræktarsalinn-en það gefst kannski tími í það seinna!

Freyja er svo skemmtileg og góð stelpa. Rosalega kurteis og segir alltaf. ,,excuse me" ef hún þarf að komast framhjá manni :) Elli er rosalega duglegur en það er mikið að gera hjá honum í skólanum núna.

Það er svo skrýtið að það sé að koma sumar hérna en það var mun heitara í dag en hefur verið og meiri raki.
Ástralir eru mjög kurteisir of viðkunnanlegir.

Ætla að reyna að setja inn nokkrar myndir núna-vona að netið verði samvinnuþýtt!!

Það væri gaman að fá nokkrar línur frá ykkur á gmail-ið mitt svona til að heyra hvað er að frétta af ykkur :)

Kær kveðja,
Eva.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

awww:D sætt þegar börn eru kurteis;D Það hefur verið osom að skoða Tim Burton sýninguna;D

jóhanna María Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Eva María Guðmundsdóttir
Eva María Guðmundsdóttir
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband