5.2.2012 | 11:20
Snjóóóóóóóóór!
Hæ, hæ.
Jæja, þá er nú þegar liðin vika frá því ég kom. Tíminn strax farinn að líða hraðar en ég fæ skilið.
Hér er búið að snjóa svo mikið að ég hef ekki séð útum herbergisgluggann minn (sem er undir súð) í fjóra daga! Það er svo mikið frost líka að það marrar/ískrar í snjónum. Leigusalinn var að senda út tilkynningu, þess efnis að við megum ekki hækka of mikið í ofnunum, sem gæti leitt til þess að aðrir fá ekki hita í ofnana sína. Skildi ekki alveg tilkynninguna (enskan hennar "la la"), en ég má sem sagt ekki hækka ofninn meira en í 3!
Það er búið að vera svaka partý hérna í blokkinni öll kvöld, líka á virkum kvöldum. Fólk með læti, berjandi á hurðir, öskrandi og traðkandi upp stáltröppur sem eru beggja vegna herbergisgluggans míns. Seinasta fimmtudagskvöld var partý til kl. 3 og ég átti að mæta í skólann kl. 8 á föstudagsmorgni og vakna því 6:50... mér kom ekki dúr á auga þá nóttina, enda eftir partýlætin kom maður að moka snjó af stéttinni og skemmtileg læti sem fylgdu því! Ég sakna rúmsins míns heima nú þegar..!
Annars er bara ágætt að vera komin aftur. Er byrjuð í tveimur kúrsum af þremur, líst allt í lagi á þá nema að kennarinn í öðrum þeirra er með svo leiðinlegan talanda... "one, two, tree" og svo er t.d. predator "prídeitor".. osfrv. Hitt fagið er innan efnafræðinnar, við erum mjög fá í þeim kúrsi, en við mættum bara fjórar seinast. Við fengum greinar til að lesa og ég á að kynna eina þeirra næsta þriðjudag... sem minnir mig á að ég þarf að fara að lesa þessa grein.... *roðn*. Þriðja fagið byrjar á morgun, það er felt-kúrs. Við förum í 7 daga langt ferðalag í lok kvartersins (um miðjan mars eða í lok mars minnir mig), hlakka satt að segja ekki til þess.
Nýi meðleigjandinn er fyndinn, en ekkert alvarlegt til að kvarta yfir. Pólska stelpan er komin aftur. Vona bara svo innilega að þetta eigi eftir að ganga vel.
Ég er enn að vesenast með að ákveða mig með mastersverkefni. Þetta er alveg hræðilega erfið ákvörðun. Staðan er svona núna: Langar að taka verkefni heima en auðveldast væri að taka verkefni úti. Pfff.
Vildi óska þess að ég hefði verið lítil fluga á Badda Saxxx/Stórsveitar tónleikunum í gær... þetta hefur án efa verið hrikalega skemmtilegt... og pabbi á bongó... oh, man.. af hverju þurfti ég að missa af því!!!!
Jæja, best að fara að gera eitthvað af viti.
Kv., Eva.
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Segist ekki hafa beitt ofbeldi
- Innkalla lyftiduft sem virkar ekki
- Bætt aðgengi og styttri biðlistar með nýjum samningum
- 26 ráðherrar: Þjáningin á Gasa náð óhugsandi hæðum
- Dagbjartur Gunnar aðstoðar Daða Má
- Ríkislögreglustjóri veitir Dönum aðstoð
- Andlát: Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir
- Áfrýja sýknudómi í Kiðjabergsmáli
- Reiknar í laumi einkunnir eftir gamla kerfinu
- Í varðhald vegna gruns um íkveikju
Erlent
- Tveir látnir og þúsundir á flótta
- Ráðherra og hershöfðingi deila opinberlega
- Rekstur Íslendinga í þrot eftir hneyksli
- Sprengingin í Drøbak var hefndaraðgerð
- Búa sig undir átök: Ekkert mun standa eftir
- Féll í öngvit vegna nóróveiru sekúndum fyrir slysið
- Einn látinn og þúsundir á flótta í Suður-Evrópu
- Aðstæðum líkt við fangabúðir í Rússlandi
- Smyglaði sjaldgæfum skjaldbökum fyrir milljónir
- Úkraína verður að geta valið örlög sín
Fólk
- O (Hringur) best í Norður-Makedóníu
- Á von á sínu fyrsta barni 40 ára
- Cristiano Ronaldo trúlofaður
- Trektarbók Snorra-Eddu nú til sýnis í Eddu
- Við erum svona álíka reiðar
- Svona líta sléttuúlfarnir út í dag
- Auður sigraði í Ljóðasamkeppni Hinsegin daga
- Í líkama ömmu og mömmu
- Brast í grát á tónleikum í Las Vegas
- Einn stærsti rappari Bretlands á Októberfest SHÍ 2025
Íþróttir
- Grealish fetar í fótspor Rooney og Gascoigne
- Heimir í eins leiks bann
- Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega dramatík
- Er í agabanni og fær ekki að spila
- Elleftu kaup nýliðanna í sumar
- Félagaskiptin í íslenska fótboltanum: Karlar
- Vægast sagt spenntur fyrir nýju tímabili
- Enginn Íslendingaslagur í riðlakeppninni
- Best í tólftu umferðinni
- Hópurinn klár fyrir Portúgal
Viðskipti
- Sólheimajökull, Reynisfjara og Kirkjufell í nýjum tölvuleik
- Sala leyfð gegn hlutdeild
- Verðbólgan óbreytt þrátt fyrir tollana
- Hátt gengi krónu ekki sjálfbært
- Erlendum farþegum fjölgaði um 9,1% í júlí
- Kaupa hótel í miðbæ Selfoss
- Meðalhagvöxtur á Íslandi sterkur
- Fjármálastjóri Símans lætur af störfum
- Endurskoða þarf ýmis þingmál
- Norski olíusjóðurinn selur ísraelskar eignir sínar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.