19.12.2011 | 21:44
Ég er að koma heiiiim!
Jæja, þá eru bara fáeinir dagar í að ég komi heim (ein búin að telja niður dagana síðan fyrir mánuði síðan! haha æj, maður má vera með heimþrá í jólamánuðinum, sérstaklega þar sem að hérna er ekki vitund jólalegt fyrir utan miðbæinn!).
Í dag náðum við (ég og hópurinn minn í einu fagi) að vinna vel í skólanum svo að við náum mjög lílkega að klára þá skýrslu á miðvikudeginum. Hitt verkefnið byrjar á morgun og það ætti ekki að vera óyfirstíganlegt svo ég og hópfélagi minn ætlum að reyna að klára það verkefni á morgun til að eiga frí á fimmtudagsmorgninum til að minnka stressið fyrir ferðadaginn hjá mér! :)
Ég komst að því í dag hver næsti meðleigjandinn okkar verður, það verður 26 ára danskur strákur, nemi. Satt að segja er ég mjög ánægð að það sé strákur, það auðveldar málin og gerir hlutina minna flókna (það getur verið pínu strembið að deila lítilli íbúð með tveimur stelpum.. :/ hehe). Það er í lagi svo lengi sem hann er snyrtilegur og ekki hávær.. og ekki partýdýr.... ! ;)
Það er búið að vera verkfall hérna hjá viðgerðarmönnum lestanna svo að lestarsamgöngur eru í algerum lamasessi. Það er þó skárra frá og með deginum í dag, ég vona bara að það verði ekkert vesen með lestina mína á fimmtudeginum!
Ég get ekki beðið eftir því að hitta alla þegar ég kem heim! Sakna ykkar alveg hrikalega!
Ég vonast eftir því að sjá ykkur sem flest á Þorláksmessu, annars bara yfir hátíðarnar :)
Ég held að ég bloggi ekki meira í bili, sjáumst fljótlega :)
Kær kveðja, Eva María.
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Eldri borgarar þurfa að sanna ökuhæfni sína
- Fleiri á móti því að íslenskur her verði stofnaður
- Bíl stolið í Mosfelllsbæ
- Segir alla þurfa að taka ábyrgð á fjölbreytileika
- Óbyggðanefnd fellst á rök landeigenda
- Sakir bornar á yfirmenn Faxaflóahafna
- Hófu leit að manni sem kom fram stuttu síðar
- Meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her
- Fyrir hvern er það gott?
- Opið í Skarðsdal alla páskana
Athugasemdir
Hæ hæ
Já nú styttist í að þú komir.
Það er nú soldið spennó að fá danskan strák sem meðleigjanda. Vonandi er hann voða sætur.
Er heima veik með þvílíkt kvef, verð vonandi orðin góð á föstudag svo ég geti knúúúsað þig.
kveðja, Kristbjörg.
Kristbjörg (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.