15.9.2011 | 18:51
Snemmbúin heim-sóknarferð
Hæ, hæ.
Ég hef fréttir að færa.... ég fæ 2 vikna hausthlé í október (sem er reyndar líka upplestrarfrí) og ég ákvað að skella mér á flugmiða heim þann 14. okt og verð í 10 daga, eða til 24. okt.!! Flestir sem ég þekki ætla einmitt heim til sín í fríinu og ég ákvað að gera hið sama þar sem að jólafríið mitt er svo lélegt (en þá get ég bara komið heim í tæpa viku!). Ég náði að festa kaup á næst seinasta sætinu fyrir daginn sem ég kem heim, þ.e. af þeim sætum sem voru ódýrust!!
Annars er lítið annað að frétta... en ég hef eina skondna sögu að segja :D
Ég var að tala við spænska stelpu, sem er líka líffræðingur, um verkefnið sem ég gerði seinasta sumar, þ.e. svefnrannsóknina. Ég sagði henni að ég hefði verið að athuga svefn hjá hjúkrunarfræðingum, þ.e. ,,nurses" og hún svaraði: ,,jááááá, er það ekki einhver tegund sem lifir í sjónum"? :D
Kv., Eva María.
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Safna undirskriftum vegna skerts opnunartíma
- Íslendingur í lífshættu á Spáni
- Óvissan óþægileg: Mánaðarbið eftir niðurstöðu
- Snýr aftur til Íslands eftir fjórar aldir erlendis
- Segist ekki hafa beitt ofbeldi
- Innkalla lyftiduft sem virkar ekki
- Bætt aðgengi og styttri biðlistar með nýjum samningum
- 26 ráðherrar: Þjáningin á Gasa náð óhugsandi hæðum
Erlent
- New York Times fjallar um bankaþjófnaðinn
- Ísrael neitar að um hungursneyð sé að ræða
- Tveir látnir og þúsundir á flótta
- Ráðherra og hershöfðingi deila opinberlega
- Rekstur Íslendinga í þrot eftir hneyksli
- Sprengingin í Drøbak var hefndaraðgerð
- Búa sig undir átök: Ekkert mun standa eftir
- Féll í öngvit vegna nóróveiru sekúndum fyrir slysið
Athugasemdir
Við hlökkum til að sjá þig :)
Elli (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 08:51
HaHa,
eru ekki "nurses" þurrlendisfiskar?
Kv. Pabbi.
Guðmundur Jón Elíasson (IP-tala skráð) 16.9.2011 kl. 09:16
Hahahaha, hvernig leiðréttirðu þetta, hehehehehe :)
Harpa (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 17:43
hehe ég reyndar hló fyrst eins og vitleysingur og útskýrði svo hvað ,,nurse" þýðir ;)
Eva María Guðmundsdóttir, 17.9.2011 kl. 17:59
Húrra fyrir heimferð, hlakka mega til!
Haha við hjúkkur erum klárlega sérstök tegund.. þó ekki sjávardýr :D
Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.