8.10.2010 | 12:55
Dagur 2
Hæ, hæ.
Stutt blogg í þetta skiptið.
Vaknaði fyrir hádegi og labbaði heim til Ella og Kristbjargar sem voru að læra/vinna. Ég fór svo með Kristbjörgu að sækja Freyju á leikskólann og við fórum á flottan róló. Eftir það fórum við í súkkulaði-paradísinn ,,Koko Black" þar sem ég fékk mér fancy ,,White Chocolate Semi-Fredo" og Belgian hot chocolate namm namm namm. Svo röltuðum við heim og fengum okkur að borða saman. Íbúðin sem ég er í er mjög fín, á 4. hæð á svona íbúða-hóteli. Íbúðin er í ca. 10 mínútna göngufjarlægð frá E+K+F. Það er búið að vera frekar kalt seinustu daga en það á að hlýna um helgina. Trén hérna eru mjög flott og blómin og allt öðruvísi en maður hefur séð í Evrópu. Er búin að taka nokkrar myndir og ætla að reyna að setja eitthverjar inn hérna á bloggið sem fyrst. Á morgun erum við að hugsa um að fara í Melbourne Zoo :D
Kveðja,
E-Maíja!
Athugasemdir
Þetta var nú meiri ferðalagið en gott að þetta endaði vel :) Gaman að þú skulir vera með blogg svo maður geti fylgst með ævintýrinu þínu :) Bið kærlega að heilsa E+K+F :)
Íris frænka (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 13:06
ú hlakka til að sjá myndir;D er ,,White Chocolate Semi-Fredo" ís?
johanna (IP-tala skráð) 8.10.2010 kl. 21:52
Mmm, ég elska súkkulaði. Er búinn að borða svo mikið súkkulaði í þessari ferð. Borðaðu nóg og mikið af súkkulaði og þú verður stórt og sterk.
Kv. Brósi
Elvar Jón Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 00:58
@Íris: Takk, takk, já, skila því :)
@Jóhanna: Já, það var svona hálf-frosinn búðingur, rosa gott
@Elvar: haha, já, engin hætta á öðru en að maður verði duglegur í ,,sútt-laðinu" :)
Eva María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 10:52
Úúú já endilega setja inn myndir sem fyrst :D Hlakka mega til að skoða!
Hvernig er að búa í fyrsta sinn ein?? :)
Sigrún (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 14:36
Frábært! Semi-Freido hljómar svakalega vel... góða skemmtun!!

Soffía (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 16:48
mmmm, núna langar mig í ís.....!!! :) Verður gaman að sjá myndir!! Gott að íbúðin er fín, búin að tékka á sundlauginni?
Harpa (IP-tala skráð) 9.10.2010 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.