Færsluflokkur: Bloggar
12.8.2011 | 22:33
Bloggedíblogg.
Ég hef ákveðið að blása lífi í þetta blogg fyrir dvölina í Danmörku.
Bíðið spennt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2010 | 13:33
Komin heim!
Ferðalagið gekk mjög vel.
Það er gott að vera komin heim, þrátt fyrir kuldann og rokið... og myrkrið!
Það var samt skrýtið að sjá hvað allt hefur breyst... laufið farið og allt jóladótið komið út í gluggana.
Svefninn er enn í rugli... maður verður mjög þreyttur um 21 á kvöldin og svo vaknar maður alltaf fyrir klukkan níu á morgnana..!
Það komu allir að taka á móti okkur og leigð rúta fyrir allt fólkið...! Freyja var mjög þreytt þegar við komum, sem og við öll, en henni þótti gaman að sjá fjölskylduna aftur.
Tæp vika í jólin.. veivei.
Kv., Eva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2010 | 10:10
Leðurblökur og Gorillaz...
Hæ hæ.
Takk fyrir allar kveðjur. :)
Mig langaði að setja inn tvær myndir en það var ekki alveg að takast....set þær inn í staðinn á Facebook á eftir.
Þegar við fórum í matarboðið til vinafólks EKF að þá sagði vinur þeirra okkur frá leðublökum sem fljúga alltaf yfir í þúsundatali í ljósaskiptunum á ákveðnum stað rétt hjá þeim. Við fórum þangað og það var ótrúlegt að sjá það. Set inn eina mynd af þeim á FB!
Gorillaz tónleikarnir voru æðislegir! Þeir tóku öll lög sem ég var að vona að þeir tækju.. m.a. Feel Good Inc. :D Set inn eina mynd á FB!
Í dag var pínu strembinn dagur, pakka og svona.
Ein nótt eftir í íbúðinni hjá EKF!!! Svo hótel gistingar x 3.... vei! Ein í Melbourne, ein í Singapore og ein í London.
Jæja, langaði bara að koma þessu að... :)
Kv., Eva.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2010 | 11:08
Seinasta vikan í Ástralíu.... :( / :)
Halló, halló!
Héðan er allt gott að frétta!
Það er skrýtið að hugsa til þess að í dag var seinasti miðvikudagurinn minn í Ástralíu.. allavega í bili!
Svo ég endurtaki mig enn einu sinni.. að þá hefur tíminn hérna liðið mjög hratt! Ég hlakka samt rosalega til að koma heim! Mig er aldeilis farið að lengja eftir jólastemningunni.. og kuldanum :) Það er búið að vera rosalega heitt undanfarið (30°C) og hrikalega heitt á nóttunni!
Mér finnst pínu nauðsynlegt að telja upp það sem ég er búin að gera seinustu daga.. gaman líka til að muna það seinna!
Seinasta laugardag fórum við á skandinavískan jólabasar. Það var frekar fyndið að sjá allt þetta evrópska/skandinavíska dót og alla Norðurlandafánana. Ég gat ekki annað en keypt mér rándýrar piparkökur.. bara til að fá smá jólabragð! Við vorum fjölmargir Íslendingar samankomnir þarna á basarnum!
Ég fór svo í Melbourne Aquarium á sunnudeginum. Það var rosalega gaman en ég sá þar keisaramörgæsir í fyrsta skipti með berum augum :) Svo kom óvæntur gestur í stóru fiskabúrin.. en það var sjálfur jólasveinninn sem gaf skötunum að borða ,,neðansjávar. Það var dálítið kúl.
Í dag var kveðjupartý fyrir Freyju á leikskólanum. Hennar verður greinilega sárt saknað af starfsmönnum og samnemendum. Freyja sagði samt ekki alveg skilið við leikskólann en hún á þrjá daga eftir á leikskólanum.
Elli og Kristbjörg voru dugleg að pakka í dag. Þetta er rosaleg vinna að pakka heilli búslóð..... en þau voru það dugleg í dag að þau eru mjög langt komin, það er samt margt eftir að gera!
Það rigndi heil ósköp í dag! Alvöru útlanda-rigning! Við ætluðum niður í bæ þegar það byrjaði að rigna; risastórum dropum! Ég og Kristbjörg vorum svo heppnar að vera með regn-ponsjó með okkur. Við skelltum þeim upp og löbbuðum að næstu gatnamótum en stönsuðum þar undir skyggni þar sem tveir myndatökumenn frá sjónvarpsstöð voru að taka upp myndskeið af rigningunni... en það var það mikil rigning að það mynduðust litlar ár á vegunum! Við vorum ekkert alltof spenntar yfir því að það væri tekið myndband af okkur fyrir fréttirnar.. svo við hikuðum smá undir skyggninu. Þeir tóku eftir því og sögðust lofa að taka ekki myndskeið af okkur þegar við færum yfir götuna. Við fórum svo af stað, en þeir voru þá fljótir að taka upp myndavélarnar.. og viti menn... við sáumst í tvær sekúndur í fréttunum! Hraðlyginn myndatökumaður.. gerir og segir allt til að ná úrvals-myndefni...
Nú eru örfáir dagar eftir! Á morgun er okkur boðið í mat til vinafólks Ella og Kristbjargar.
Svo á laugardaginn erum við Kristbjörg að fara á Gorillaz tónleika! Ég hlakka til þess, en þeir munu samt spila lög af nýju plötunni sinni, sem ég hef reyndar lítið sem ekkert hlustað á. En það verður samt örugglega gaman.
Á mánudaginn þá skila Elli og Kristbjörg af sér íbúðinni og margt annað sem þarf að sjá um og gera. Seinna um daginn förum við á hótel nálægt flugvellinum, svo á þriðjudaginn leggjum við bara í hann heim!!!!!
Svo... ég hlakka til að koma heim.. og ég sé til hvort ég bloggi aftur áður en við förum heim :)
Bæ í bili.
Kv., Eva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.12.2010 | 05:32
Jú tú?
Hæ, hæ.
Það er svakaleg rigning úti núna, en mjög heitt. Það heyrðist í nokkrum þrumum áðan..
Ég, Elli og Kristbjörg vorum að koma heim en við fórum í smá bæjarleiðangur í dag á meðan Freyja var í leikskólanum. Ætli það hafi ekki bara verið seinasti búðaleiðangurinn, hjá mér allavega. Við kíktum svo inn í Casino-ið sem er niðrí bæ, og ég prófaði spilakassa...(Elvar, JÚ, það telst með!!!). Kristbjörg veðjaði (er það ekki veðjaði í þátíð???) á afmælisdagana okkar í rúllettunni, en því miður ,vann húsið´. Þar á eftir kíktum við loksins, loksins á hið margumtalaða Lindt kaffihús og við over-dose-uðum af súkkulaði...= súkkulaðiátið mikla! Namm! :D
Tónleikarnir í gær voru ótrúlegir! Ég get eiginlega ekki lýst því hvað þeir voru flottir! Það voru 60.ooo áhorfendur! = Ca. 1/5 af íslensku þjóðinni, hehe. Þeir voru með gaaaasalega flott svið, sem þeir kölluðu geimskip... þeir voru frekar ,,space-aðir" á því eins og Kristbjörg orðaði svo skemmtilega. Þetta voru án efa flottustu tónleikar sem ég hef farið á.. og þeir allra stærstu! Einhver Jay-Z hitaði upp, rosalega var það einhæft og leiðinlegt... ! En U2 voru góðir! Ég var samt svo heppin að hávaxnasta kona Ástralíu var í sætinu fyrir framan mig á tónleikunum. Hún er örugglega yfir 2 metra á hæð! ÞAð fyndna var að hún var greinilega með kærastanum sínum á tónleikunum sem var undir meðalhæð og hún var meira en höfðinu stærri en hann!!! Hann náði ekki einu sinni upp að öxlum á henni og það var frekar kjánó að sjá þau knúsast og faðmast! haha. En hún skyggði sem betur fer ekki fyrir útsýnið þegar allir sátu, svo það var allt í lagi.
Freyju-horn:
Ég verð að deila með ykkur einni skemmtilegri sögu. Ég kom með fjólubláu strigaskóna mína hingað og lenti í rigningu í þeim svo það var komin vond lykt í þá.. Freyja sagði mér pent um daginn að ég yrði nú að fara að henda þeim, þetta gengi ekki lengur að halda upp á þessa fýlu-skó.
Svo fórum tvær við á róló um daginn og þá spurði ég hana: ,,Hvernig skó á ég að kaupa mér í staðinn? Eiga þeir að vera lágir eða háir strigaskór?", Freyja: ,,Lágir!". Ég: ,,Ok, hvernig eiga þeir að vera á litlinn?". Freyja: ,,Gráir! Og með hvítri tá! Og með fjólubláum reimum!". Ég: ,,Ok..!". Svo pældi ég ekkert meira í því. En svo fór ég í bæinn og ætlaði að kíkja á skó. Hverjir blasa þá við mér? Jújú, lágir, gráir strigaskór, með hvítri tá OG fjólubláum reimum!!!!!!!! Auðvitað varð ég að festa kaup á þessum skóm (vel á minnst, rááándýru skó, Freyja er með dýran smekk, það dugði ekkert annað en Converse!!!!!!).
P.s. Ég set myndir frá tónleikunum og Lindt kaffishúsinu og kannski eitthvað meira á Facebook!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.11.2010 | 00:09
Völundarhús og Disney sýning
Hæ, hæ.
Bara nokkrar línur.
Nú eru tvær vikur í að við leggjum af stað heim! Það er svolítið skrýtið að á morgun sé kominn 1. desember....! Maður er samt farinn að hlakka til að koma heim í jólastemninguna!
Við nýttum seinasta daginn sem við höfðum bílinn í að keyra rétt út fyrir Melbourne city og heimsóttum fallegan garð sem var völundarhús. Það rigndi samt allan þann dag, en við létum það ekkert á okkur fá og vorum bara í regn-ponsjó-um!
Það er búið að vera kalt hérna í Melbourne en nú á að hitna aftur og um 25-30°C út vikuna! Ekkert skrýtið að maður eigi erfitt með að komast í jólaskap! haha.
Ég, Kristbjörg og Freyja fórum á Disney-sýningu á safni um daginn. Það var gaman að skoða allar Disney skissurnar og svona... en auðvitað mátti ekki taka neinar myndir!
Ég og Elli fórum í gær á mynd í Imax sem heitir ,,Under the sea" í 3D, og auðvitað vorum við aftur það heppin að lenda í því að vera með tveimur skólahópum á sýningunni!
Á morgun erum við að fara á U2 tónleika! Það verður eitthvað ,,big" eins og Ástralirnir myndu orða það....hoho.
Þangað til seinna.
Eva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2010 | 10:35
The Great Ocean Road
Hæ.
Vorum að koma heim úr ferðalaginu. Við keyrðum í vestur frá Melbourne og gistum á stað sem heitir Apollo Bay. Þar er mjög fallegt og við fórum tvisvar á ströndina sem var rétt hjá íbúðinni sem við gistum í. Þar var ekta strandsandur og gaman að labba þar um og byggja kastala.
Við keyrðum svo hluta af ,,The Great Ocean Road", sem er langur vegur meðfram ströndinni til minningar um fallna hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni. Við fórum að skoða ,,The twelve Apostles", sem eru frægir klettar niður við sjó, og ,,The London brigde" sem er lika klettur og lítur út eins og brú!
Þegar við keyrðum þessa leið var auðvelt að verða bílveikur en hann er ekkert nema sveigjur og beygjur stóran hluta af leiðinni.
Við sáum kóala í skógunum á leiðinni en engar kengúrur, þrátt fyrir óteljandi skilti á leiðinni þar sem varað var við kengúrum.
Við vorum frekar óheppin með veður, en það var þungbúið, rigning a köflum og þoka hér og þar.
Á morgun ætlum við að keyra eitthvert sniðugt en svo skilum við bílnum seinna um daginn.
Ég ætla að setja nokkrar myndir á Facebook.
Bið að heilsa. Kv., Eva.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2010 | 11:04
Jamm og já.
Tíminn líður alveg rosalega hratt, það er bara ótrúlegt.
Mér finnst tíminn líða hratt hérna, en mér finnst ég hafa verið óralengi í burtu frá föðurlandinu...
Ég sagðist ætla að setja inn myndir, en ég setti í staðinn inn nokkrar myndir á Facebook, það eru hvort eð er allir með Facebook... :)
Við fjögur erum búin að vera mikið saman núna, en Elli er loksins alveg búinn í skólanum og Kristbjörg er alveg að vera búin með sín verkefni.
Í dag fórum við niður í bæ og skoðuðum líka grasagarðinn hérna betur. Hann er það stór að það er bara vonlaust að skoða hann á einum degi og ég gæti trúað því að það sé enginn Melbourne-búi búinn að skoða hann til hlítar.
Ég og Elli fórum í bíó um daginn, í Imax, að sjá mynd um pöddur í 3D. Það var frekar kúl. En það sem var ekki kúl var að akkúrat þurftu tveir stórir hópar af skólakrökkum að vera á sömu sýningu og við... og maður var alltaf að sjá litlar hendur reyna að grípa pöddurnar (útaf 3D effectum)... æ, það var líka bara krúttlegt kannski!
Við ætlum líklegast að fara í ferðalag í þessari viku, leigja bíl og keyra um. Það verður örugglega gaman. Spáin fyrir vikuna er hrikaleg að mínu mati, næstum 30°C út vikuna... eins gott að bíllinn verði með loftkælingu!
Jæja, ætlaði bara að skrifa smotterí í bili.
Kv., Eva.
P.s. Er búin að vera mikið að hlusta á snilldarlag eftir Val bróður, FaMR lög með Elvari og co. og trommuspil í beinni í boði Ella hérna í Melbourne... rosalega hæfileikaríkir bræður maður!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.11.2010 | 23:02
Komin ,,heim" til Melbourne frá Sydney!
Hæ,hæ.
Við komum aftur til Melbourne í gær. Það var ótrúlega gaman í Sydney, sem er rosalega skemmtileg borg.
Við vorum á mjög flottu hóteli rétt hjá óperuhúsinu. Við vorum í herbergi á 16. hæð, mjög flott.
Það var ótrúlegt að sjá óperuhúsið en það er allt öðruvísi að sjá það með eigin augum en á myndum!
Við gerðum margt skemmtilegt. Við fórum í ,,Sydney bátinn" sem fór með okkur smá hring í flóanum. Það er rosalega fallegt þarna í kring. Við fórum út á einni stoppistöðinni (þetta er svona hop on- hop off bátur). Þar gátum við horft yfir til Kyrrahafsins og það var mjög fallegt þar.
Það var rosalega heitt mesta tímann en sólin þarna er mjög sterk... enda brann ég illa á öxlunum.. !
Við vorum dugleg að smakka framandi mat (í mínum augum var hann framandi) og við fórum meira að segja á Löwenbrau Bier Keller og borðuðum ,,Schlachtplatte" sem hafði úrval af kjötréttum. Það var ótrúlega gott og við vorum dugleg að borða það kvöld :D
Ég og Elli fórum á sædýrasafnið í Sydney sem á víst að vera eitt af þeim flottustu. Það var reyndar ekki eins flott og ég hafði ímyndað mér, en gaman að labba þar í gegn.
Freyja var mjög vinsæl hjá afgreiðslufólki í Sydney og margir sem vildu gefa henni eitthvað, m.a. nammi eða litla bangsa. Oft þegar við erum að labba saman og Freyja situr í kerrunni er fólkið sem við mætum brosandi út að eyrum. Freyja er auðvitað sú sem fær fólkið til að brosa Elli var samt viss um að fólkið væri að brosa til sín.. hehe.
Það var frábært að geta slappað af með Ella, Kristbjörgu og Freyju milli tarna í skóla og vinnu. Elli og Kristbjörg eru á lokasprettinum núna að klára verkefnin sín.
Nú er nákvæmlega mánuður þangað til við komum heim. Þetta er búið að líða hratt. Ég er ekki komin í neitt jólaskap þrátt fyrir jólaskraut og jólalegar auglýsingar frá verslunum. Það vantar snjóinn og kuldann!
Jæja, læt gott heita í bili. Ætla að skella svo inn nokkrum myndum fljótlega!
Kv., Eva.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.11.2010 | 05:34
Sydney.... here we come!
Hæ,hæ. Mig langaði að skrifa smá blogg í dag en á morgun erum við að fara til Sydney og verðum þar í þrjá daga.
Í gær mælti ég mér mót við amerísku stelpuna sem ég sagði ykkur frá í seinasta bloggi. Ég hitti hana á strönd hinum megin við Yarra ána en það er sirka hálftíma tram- (sporvagna)-ferð þangað frá íbúð Ella og Kristbjargar. Það var mjög heitt en skýjað þann dag, en það var samt frábært að vera á ströndinni sem var fín og með flottan skeljasand. Þaðan fórum við svo niður í bæ, en við fengum far hjá ástralskri vinkonu hennar sem skutlaði okkur áleiðis að miðbænum.
Við ákváðum svo seinna þann dag að fara í ,,Eureka turninn en hann er hæsta íbúðabygging suðurhvelsins. Hann hefur um 90 hæðir og útsýnishæðin var á 88. hæð. Ég var pínu áhyggjufull en lofthræðslan hefur aukist með árunum ... (sagt með ,,gamalli rödd). Eftir að hafa keypt miða í turninn þurftum við auðvitað að fara í lyftu upp á 88. hæð.... það var eins og maður væri að taka á loft í flugvél, en maður fann mikinn þrýsting og hljóðið var svipað og í flugvél að ræsa vélarnar.
Útsýnið var stórkostlegt í Eureka!! Og nú hef ég betri tilfinningu fyrir hvernig borgin liggur og hversu stór hún er en það var ekki hægt að sjá hvar hún endaði (út fyrir endimörk alheimsins... ohoho)! Borgin er mjög falleg; með Yarra ánni sem liggur þvert um borgina, mörgum grænum svæðum, þ.e. görðum og tjörnum hér og þar. Það eru bæði háhýsi og venjuleg hús þar á milli og gaman að sjá fjölbreytileikann í umhverfinu.
Svo kvaddi ég hana en hún flaug heim í dag.
Í morgun var vaknað snemma... (en eftir að ég flutti til E+K+F hef ég haft krúttlegustu vekjaraklukku í heimi sem er mjög skilvirk og það kemur ekki annað í mál en ,,rise and shine kl. rúmlega 7 alla morgna, haha)!
Ég og Kristbjörg fórum í pedicure sem var frekar skrýtið.. en þetta var mín fyrsta! Kristbjörg er aðeins sjóaðari í þessu.. ;) Maður byrjaði á því að velja sér naglalakk og svo settist maður í nuddstól á meðan fæturnir voru fínpússaðir :D
Elli skilaði masters-ritgerðinni í dag og allir eru voða stoltir af honum. Í tilefni þess ætlum við út að borða í kvöld.
Við erum öll farin að hlakka til þess að fara til Sydney á morgun! En við komum ekki heim fyrr en eftir helgi.
Bless í bili, bið að heilsa heim!
Kær kveðja, Eva María (a.k.a. E-Maíja).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Halla minnist Pope Francis
- Þjóðarleiðtogar minnast Frans páfa
- Hvað gerist næst í Vatíkaninu?
- Frans páfi er látinn
- Rússar hefja loftárásir að nýju
- Sagður hafa deilt leyndarmálum í öðru spjalli
- Rússar brotið páskavopnahlé ítrekað
- Mistök leiddu til þess að 15 bráðaliðar voru drepnir
- Skemmdarverk unnin á styttu af Mandela
- Ljón drap 14 ára stúlku